Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu afar smekklegt mark Fanneyjar Lísu gegn Úkraínu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenska U17 landslið kvenna lék í þessum mánuði í 2. umferð forkeppninnar fyrir EM í sumar. Liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum, fer því ekki á lokamótið og verður í B-deild í næstu forkeppni sem hefst næsta haust.

Í lokaleiknum, á föstudag, mætti íslenska liðið því úkraínska. Ísland komst í 1-0 í leiknum en Úkraína kom til baka og vann 1-2 sigur. Allir leikirnir í riðlinum fóru fram á Spáni.

Það var Fanney Lísa Jóhannesdóttir sem skorai mark Íslands en það var ansi snoturt eins og sjá má hér að neðan.

Myndbandið hefst þegar Fanney er á hörkuspretti upp vinstri kantinn, hún kemur svo með boltann inn á völlinn og þegar hún er er að nálgast miðjan völlinn lætur hún vaða og boltinn endaði uppi í fjærhorninu.

Fanney er fædd árið 2009 og er leikmaður Stjörnunnar. Hún kom við sögu í 13 deildarleikjum í fyrra og skoraði eitt mark. Leikurinn á föstudag var hennar níundi fyrir U17 og markið hennar það fjórða. Alls á hún að baki 17 leiki fyrir unglingalandsliðin og mörkin eru átta.


Athugasemdir
banner
banner
banner