Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 17. apríl 2024 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Það gera bara alvöru herramenn
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: EPA
„Við byrjuðum vel, komumst yfir og síðan þurftum við að berjast fyrir lífi okkar. Við þurftum að þjást og Man City var með stjórnina því við lögðumst djúpt aftur á völlinn,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, eftir sigurinn á Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Real Madrid þurfti virkilega að leggja sig fram á Etihad-leikvanginum í kvöld.

Liðið komst yfir og lagðist síðan djúpt aftur á völlinn og leyfði Man City að stjórna leiknum. Madrídingar héldu út alveg fram að vítakeppni, þar sem þeir kláruðu dæmið.

„Þegar komið var að vítakeppninni vorum við sannfærðir um að við færum áfram.“

„Þetta er svona um það bil eina leiðin til að vinna Man CIty á útivelli. Þú leggur á þig mikla vinnu, fórnar og reynir að vinna, hvernig sem þú gerir það. Pep Guardiola er heiðursmaður og hefur alltaf verið. Hann óskaði okkur til hamingju og sömuleiðis góðs gengis og það gera bara alvöru herrramenn.“

„Við vörðumst ótrúlega vel í kvöld. Þetta snérist um að lifa þetta af. Madrid er félag sem er byggt á því að vera alltaf að berjast í öllum stöðum, þar sem það virðist engin útgönguleið, en við finnum alltaf leið,“
sagði Ancelotti í lokin.
Athugasemdir
banner
banner