
Afturelding er meistari í B-deild Lengjubikars kvenna eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Grindavík í hreinum úrslitaleik á Malbikstöðinni við Varmá í kvöld.
Afturelding var með þriggja stiga forystu á Grindavík fyrir leikinn og töluvert betri markatölu.
Grindavík hefði þurft að vinna með átta mörkum til að taka titilinn og var það ekki á dagskránni. Leikurinn endaði markalaus og er það Afturelding sem er sigurvegari þetta árið.
HK vann Fram örugglega, 3-0. Elísa Birta Káradóttir skoraði öll þrjú mörk HK í fyrri hálfleik. HK hafnaði í 4. sæti með 10 stig en Fram í 6. sæti með 8 stig.
Grótta og ÍA gerðu þá 1-1 jafntefli á Seltjarnarnesi. Lovísa Davíðsdóttir Scheving gerði mark Gróttu á 29. mínútu en Erna Björt Elíasdóttir jafnaði þremur mínútum síðar.
ÍA kláraði bikarinn í 3. sæti með 10 stig en Grótta á botninum með 6 stig.
Úrslit og markaskorarar:
HK 3 - 0 Fram
1-0 Elísa Birta Káradóttir ('8 )
2-0 Elísa Birta Káradóttir ('11 )
3-0 Elísa Birta Káradóttir ('38 )
Afturelding 0 - 0 Grindavík
Grótta 1 - 1 ÍA
1-0 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('29 )
1-1 Erna Björt Elíasdóttir ('32 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir