Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 17. apríl 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd ekki byrjað að ræða við Mainoo
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Manchester United ekki hafið viðræður við Kobbie Mainoo um nýjan samning þó að öðru hafi verið haldið fram annars staðar.

Sagt er að United og leikmaðurinn séu alveg í rónni, Mainoo á þrjú ár eftir af núgildandi samningi sínum.

Félagið og Mainoo einbeita sér nú að því að klára tímabilið. United stefnir á að vinna enska bikarinn og ná Evrópusæti.

Mainoo, sem er átján ára miðjumaður, er orðinn byrjunarliðsmaður í liðinu og hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu. Hann var í enska landsliðshópnum í síðasta verkefni og vonast líklega til þess að fara með landsliðinu á EM í sumar.

Mainoo verður nítján ára á föstudaginn. Hann skrifaði undir fram á sumarið 2027 í fyrra. Næsti leikur United er gegn Coventry í undanúrslitum bikarsins á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner