Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 17. maí 2023 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Gunnar Magnús mjög ósáttur: Það er árið 2023
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús fer yfir málin.
Gunnar Magnús fer yfir málin.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik hjá Fylki í sumar.
Úr leik hjá Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fylkisliðið fagnar marki.
Fylkisliðið fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna. Stelpurnar stóðu sig vel," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-0 sigur gegn Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld.

Fylkir lenti ekki í miklum vandræðum í þessum leik og var sigurinn mjög sannfærandi.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 Grindavík

„Heilt yfir var þetta virkilega góð frammistaða," sagði Gunnar. „Þegar staðan var 1-0 þá var maður að vonast eftir þessu öðru marki. Það kemur meiri ró yfir þetta þá."

Fylkir er með sjö stig eftir þrjá leiki, liðið hefur farið vel af stað í Lengjudeildinni í sumar og Gunnar er ánægður með byrjunina. „Það er kannski frekja að ætla sér að hafa verið með níu stig en við getum vel við unað. Liðið er ekki enn alveg orðið fullmótað. Þetta er að púslast saman. Ég held að þetta lið geti orðið betra."

Maður er mjög ósáttur við þetta
Áður en tímabilið hófst þá tjáðu nokkrir þjálfarar í deildinni sig um að það væri súrt að ekki væri sýnt frá leikjum í Lengjudeild kvenna eins og í Lengjudeild karla, það væri ekki upptökubúnaður á leikjunum og það væri enginn markaþáttur í deildinni eins og hjá körlunum. Leikir í Lengjudeild karla eru sýndir í beinni útsendingu í 4K gæðum í samstarfi ÍTF og útsendingafyrirtækisins OZ.

Gunnar Magnús var spurður út í sínar tilfinningar gagnvart því í viðtalinu eftir leikinn í kvöld en hann benti einnig á það í viðtalinu að það væri enginn gagnagrunnur fyrir þjálfara í Lengjudeild kvenna að nálgast leiki, eins og í Lengjudeild karla.

„Þetta var geggjuð spurning hjá þér. Það hefur verið umræða um stelpur og stráka, það er búið að vera umræða um það í Bestu deildinni. Maður er mjög ósáttur við þetta. Það er ekki bara það að leikir séu ekki sýndir, það er líka aðgengi að leikjum. Í Lengjudeild karla hafa allir þjálfarar aðgengi að leikjum. Við höfum ekkert aðgengi og það er ekkert gert í því. Ég sjálfur fór persónulega af stað og setti mig í samband við alla þjálfarana í deildinni. Við erum sjálfir að vinna í því að búa okkur til gagnagrunn," sagði Gunnar en það er mikilvægt fyrir þjálfara að skoða leiki til að greina andstæðinginn.

„Það er árið 2023. Það eru mörg góð lið í þessari deild, lið sem gætu spjarað sig í efstu deild. Við þjálfararnir viljum hafa þetta umhverfi gott, á pari við strákana. Það eru allir leikir teknir upp hjá strákunum. Við erum að reyna að fá ÍTF til að aðstoða okkur í þessu og ég er að bíða eftir svörum frá þeim. Þá er ég bara að tala um að fá aðgengi að leikjunum. Þegar ég var með Keflavík í næst efstu deild fyrir nokkrum árum þá var maður að eltast út og suður við að reyna að ná í leiki. Maður er í sömu stöðu í dag. Mér finnst þetta ekki nógu gott."

Hann segist ekki hafa fengið skýringar á því af hverju munurinn er svona á deildunum tveimur. „Það er gott að vekja aðeins athygli á þessu. Það er kjánalegt að við sem þjálfarar þurfum að vinna í þessu, að reyna að nálgast leikina. Svo er annað mál með útsendingar. Það eru engir leikir sýndir."

Hvar liggur ábyrgðin og hvar á þetta að breytast?

„Það er góð spurning. Þessi deild á að falla undir ÍTF. Vissulega myndi maður vilja kasta ábyrgðinni þangað. Fyrir mótið fórum við á fund fyrir karla- og kvennaliðin í Lengjudeildunum, þar sem var verið að kynna þetta flotta umhverfi frá OZ. Það var sagt að það væru myndavélar á öllum völlum. Þetta er mjög flott konsept hjá körlunum en ekkert hjá okkur. Þetta þarf að bæta, eins og umfjöllun í þessari deild. Þetta er skemmtileg deild," sagði Gunnar og skoraði á fjölmiðla að sinna Lengjudeildinni vel.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner