Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
banner
   mið 17. maí 2023 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Gunnar Magnús mjög ósáttur: Það er árið 2023
Gunnar Magnús fer yfir málin.
Gunnar Magnús fer yfir málin.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik hjá Fylki í sumar.
Úr leik hjá Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fylkisliðið fagnar marki.
Fylkisliðið fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna. Stelpurnar stóðu sig vel," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 3-0 sigur gegn Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld.

Fylkir lenti ekki í miklum vandræðum í þessum leik og var sigurinn mjög sannfærandi.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 Grindavík

„Heilt yfir var þetta virkilega góð frammistaða," sagði Gunnar. „Þegar staðan var 1-0 þá var maður að vonast eftir þessu öðru marki. Það kemur meiri ró yfir þetta þá."

Fylkir er með sjö stig eftir þrjá leiki, liðið hefur farið vel af stað í Lengjudeildinni í sumar og Gunnar er ánægður með byrjunina. „Það er kannski frekja að ætla sér að hafa verið með níu stig en við getum vel við unað. Liðið er ekki enn alveg orðið fullmótað. Þetta er að púslast saman. Ég held að þetta lið geti orðið betra."

Maður er mjög ósáttur við þetta
Áður en tímabilið hófst þá tjáðu nokkrir þjálfarar í deildinni sig um að það væri súrt að ekki væri sýnt frá leikjum í Lengjudeild kvenna eins og í Lengjudeild karla, það væri ekki upptökubúnaður á leikjunum og það væri enginn markaþáttur í deildinni eins og hjá körlunum. Leikir í Lengjudeild karla eru sýndir í beinni útsendingu í 4K gæðum í samstarfi ÍTF og útsendingafyrirtækisins OZ.

Gunnar Magnús var spurður út í sínar tilfinningar gagnvart því í viðtalinu eftir leikinn í kvöld en hann benti einnig á það í viðtalinu að það væri enginn gagnagrunnur fyrir þjálfara í Lengjudeild kvenna að nálgast leiki, eins og í Lengjudeild karla.

„Þetta var geggjuð spurning hjá þér. Það hefur verið umræða um stelpur og stráka, það er búið að vera umræða um það í Bestu deildinni. Maður er mjög ósáttur við þetta. Það er ekki bara það að leikir séu ekki sýndir, það er líka aðgengi að leikjum. Í Lengjudeild karla hafa allir þjálfarar aðgengi að leikjum. Við höfum ekkert aðgengi og það er ekkert gert í því. Ég sjálfur fór persónulega af stað og setti mig í samband við alla þjálfarana í deildinni. Við erum sjálfir að vinna í því að búa okkur til gagnagrunn," sagði Gunnar en það er mikilvægt fyrir þjálfara að skoða leiki til að greina andstæðinginn.

„Það er árið 2023. Það eru mörg góð lið í þessari deild, lið sem gætu spjarað sig í efstu deild. Við þjálfararnir viljum hafa þetta umhverfi gott, á pari við strákana. Það eru allir leikir teknir upp hjá strákunum. Við erum að reyna að fá ÍTF til að aðstoða okkur í þessu og ég er að bíða eftir svörum frá þeim. Þá er ég bara að tala um að fá aðgengi að leikjunum. Þegar ég var með Keflavík í næst efstu deild fyrir nokkrum árum þá var maður að eltast út og suður við að reyna að ná í leiki. Maður er í sömu stöðu í dag. Mér finnst þetta ekki nógu gott."

Hann segist ekki hafa fengið skýringar á því af hverju munurinn er svona á deildunum tveimur. „Það er gott að vekja aðeins athygli á þessu. Það er kjánalegt að við sem þjálfarar þurfum að vinna í þessu, að reyna að nálgast leikina. Svo er annað mál með útsendingar. Það eru engir leikir sýndir."

Hvar liggur ábyrgðin og hvar á þetta að breytast?

„Það er góð spurning. Þessi deild á að falla undir ÍTF. Vissulega myndi maður vilja kasta ábyrgðinni þangað. Fyrir mótið fórum við á fund fyrir karla- og kvennaliðin í Lengjudeildunum, þar sem var verið að kynna þetta flotta umhverfi frá OZ. Það var sagt að það væru myndavélar á öllum völlum. Þetta er mjög flott konsept hjá körlunum en ekkert hjá okkur. Þetta þarf að bæta, eins og umfjöllun í þessari deild. Þetta er skemmtileg deild," sagði Gunnar og skoraði á fjölmiðla að sinna Lengjudeildinni vel.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner