Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 17. júlí 2022 12:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Edu hefur sparað Arsenal 20 milljónir punda í sumar
Mynd: Getty Images

Það hefur verið nóg að gera hjá Arsenal á leikmannamarkaðnum í sumar.


Félagið hefur fengið Gabriel Jesus frá Manchester City, Fabio Vieira frá Porto, Matt Turner frá New England Revolution og Marquinhos frá Sao Paolo.

Þeir eru ekki hættir en það stefnir allt í Oleksandr Zinchenko sé á leið til félagsins frá Manchester City fyrir 30 milljónir punda.

Það hefur vakið athygli að Arsenal virðist vera búnir að fá einhverja leikmenn á lægra verði en sett hafði verið á þá í upphafi. Það er talið að City hafi krafist 40 milljón punda frá West Ham fyrir Zinchenko.

Þá vildi City fá 55 milljónir punda fyrir Jesus en Edu náði að lækka verðið um 10 milljónir punda.



Athugasemdir
banner
banner