Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona fundar með umboðsmanni Williams
Nico Williams
Nico Williams
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona hefur rætt við umboðsmann spænska vængmannsins Nico Williams varðandi möguleg félagaskipti í sumar en þetta kemur fram í Jijantes.

Nico skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu er Spánn vann Evrópumótið í Þýskalandi á dögunum.

Hann gerði meðal annars fyrra mark Spánverja í úrslitaleiknum gegn Englandi, en það verður hart barist um undirskrift hans í sumarglugganum.

Barcelona er talinn líklegasti áfangastaður kappans en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal, Chelsea og Liverpool.

Jijantes segir að Deco, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, hafi þegar rætt við Felix Tainta, umboðsmann leikmannsins, í Zaragoza.

Nico er með 50 milljóna evra klásúlu í samningi sínum en Javier Tebas, forseti La Liga og Joan Laporta, forseti Barcelona, hafa báðir staðfest að félagið hafi efni á því að kaupa hann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner