Belgíski framherjinn Romelu Lukaku virðist ekki eiga framtíð innan herbúða Chelsea þó hann sé samningsbundinn félaginu næstu tvö árin.
Það eru ýmis félög sem hafa áhuga á honum en Lukaku er búinn að ákveða sig, hann vill fara til Napoli.
Lukaku hefur því ákveðið að setja öll önnur tilboð á ís þar til framherjamálin skýrast hjá Napoli, sem þarf ekki á honum að halda ef Victor Osimen verður áfram hjá félaginu.
Lukaku er spenntur fyrir að endursameinast Antonio Conte hjá Napoli, eftir að þeir störfuðu saman hjá Inter frá 2019 til 2021 með frábærum árangri.
Ítalskir fjölmiðlar telja litlar líkur á því að Napoli muni kaupa Lukaku í sumar án þess að selja Osimhen.
Athugasemdir