Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. ágúst 2019 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Gylfi Þór meðal bestu manna gegn Watford
Harry Wilson maður leiksins gegn Aston Villa
Mynd: Getty Images
Sky Sports hefur lokið við að gefa leikmönnum einkunnir eftir leiki dagsins, að undanskildri viðureign Brighton og West Ham sem lauk með 1-1 jafntefli.

Gylfi Þór Sigurðsson var meðal bestu manna er Everton sigraði Watford 1-0 á Goodison Park. Richarlison átti slæman leik gegn sínum fyrrum liðsfélögum en Bernard var valinn maður leiksins.

Harry Wilson var þá bestur er Bournemouth sigraði nýliða Aston Villa en Callum Wilson, Joshua King og Aaron Ramsdale þóttu einnig mjög góðir.

Leikmaður dagsins er vafalítið Teemu Pukki sem skoraði þrennu í 3-1 sigri Norwich gegn Newcastle. Hann fær 9 í einkunn fyrir sinn þátt í sigrinum.

Newcastle átti slæman dag og voru þrír leikmenn liðsins sem fengu 4 í einkunn.

Everton: Pickford (7), Coleman (6), Keane (6), Mina (7), Digne (6), Gbamin (7), Gomes (6), Sigurdsson (7), Richarlison (5), Bernard (7), Calvert-Lewin (6)
Varamenn: Walcott (6), Kean (6), Holgate (6)

Watford: Foster (6), Femenia (5), Dawson (6), Cathcart (6), Holebas (6), Doucoure (5), Capoue (6), Hughes (5), Pereyra (6), Deulofeu (6), Deeney (6)
Varamenn: Welbeck (5)



Aston Villa: Heaton (5), Taylor (6), Mings (6), Engels (6), Elmohamady (6), McGinn (7), Luiz (5), Grealish (6), Trezeguet (6), El Ghazi (6), Wesley (7)
Varamenn: Jota (6)

Bournemouth: Ramsdale (8), A Smith (7), Ake (7), Daniels (7), Cook (7), H. Wilson (8), Billing (5), Lerma (6), Fraser (7), King (8), C. Wilson (8)
Varamenn: Surman (6), Solanke (6)



Norwich: Krul (7), Aarons (7), Godfrey (7), Hanley (6), Leitner (7), Lewis (7), Cantwell (8), Stiepermann (8), Trybull (7), Buendia (8), Pukki (9).

Newcastle: Dubravka (7), Dummett (7), Schar (6), Lascelles (6), Krafth (4), Shelvey (6), Hayden (7), Ki (4), Ritchie (6), Almiron (5), Joelinton (5).
Varamenn: Muto (4), Longstaff (6).
Athugasemdir
banner