
Karitas Tómasdóttir var að vonum hress eftir 2-1 sigur á KR í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Selfoss 2 - 1 KR
Þetta var rosa ljúft, loksins kom það!
Karitas var allt í öllu á miðjunni hjá Selfossi, barðist og var hörku dugleg allan leikinn.
Fyrir þetta þá getur maður bara ekki hætt, það var ekki séns, sagði Karitas sem var allt í öllu á miðjunni hjá Selfossi, barðist og vann eins og hestur allan leikinn.
Selfoss átti góða endurkomu eftir að hafa byrjað leikinn verr og fengið mark á sig á 18. mínutu.
Það var rosa skellur en við vissum alltaf að við myndum skora og koma tilbaka, við ætluðum að taka þennan bikar og við höfum ætlað okkur það síðan í byrjun árs.
Planið er bara að njóta og fagna fram í rauðan dauðann, sagði Karitas að lokum en Selfyssingar ætla að fagna sínum fyrsta Bikarmeistara titli með látum í kvöld og er öllum velkomið að fagna með þeim.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir