Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 17. ágúst 2022 06:00
Elvar Geir Magnússon
Hvaða lið fylgja KA og FH í undanúrslitin?
Það verður stórleikur í Fossvogi á morgun.
Það verður stórleikur í Fossvogi á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í síðustu viku tryggðu KA og FH sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, með því að leggja neðri deildarliðin Ægi og Kórdrengi.

Hinir tveir leikirnir í 8-liða úrslitum verða spilaðir á morgun og föstudag, báðir í beinni á RÚV 2. Það verður stórleikur í Fossvogi annað kvöld þegar ríkjandi meistarar í Víkingi taka á móti KR.

Pétur Guðmundsson lögregluvarðstjóri dæmir þann leik og hefst hann klukkan 20.

Sólarhring síðar leika Kópavogsliðin HK og Breiðablik í Kórnum. HK er á toppi Lengjudeildarinnar en Breiðablik á toppi Bestu deildarinnar.

Undanúrslitin verða svo leikin 31. ágúst og 1. september. Úrslitaleikurinn verður svo laugardaginn 1. október á Laugardalsvelli.

fimmtudagur 18. ágúst
20:00 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)

föstudagur 19. ágúst
20:00 HK-Breiðablik (Kórinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner