Hörður Björgvin Magnússon er í liði vikunnar í Rússlandi í annað sinn á tímabilinu. Nýtt er aðstoð tölfræðirisans InStat til að velja í liðið.
Hörður er eini Íslendingurinn í liði vikunnar að sinni en níunda umferð tímabilsins kláraðist um helgina. Hörður lék allan leikinn og skoraði í 0-2 sigri gegn Tambov. Hann var valinn maður leiksins.
Með honum í liði vikunnar má finna menn á borð við Branislav Ivanovic (Zenit), Artem Dzyuba (Zenit) og Ari (Krasnodar).
Það eru alls sex Íslendingar sem leika í efstu deild í Rússlandi um þessar mundir og eru fimm þeirra í toppbaráttunni.
Arnór Sigurðsson leikur með Herði hjá CSKA og eru þeir félagarnir aðeins einu stigi frá toppliðunum. Jón Guðni Fjóluson leikur fyrir topplið Krasnodar á meðan Björn Bergmann Sigurðarson og Ragnar Sigurðsson eru hjá FC Rostov.
Viðar Örn Kjartansson er einnig á mála hjá Rostov en leikur fyrir Rubin Kazan að láni um þessar mundir. Rubin hefur tapað þremur leikjum í röð og er með tíu stig eftir níu umferðir.
📋 Best players of the Week 9 by InStat Index pic.twitter.com/DmLRBUn016
— Russian Premier Liga (@premierliga_en) September 17, 2019
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir