Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. september 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi um samkeppnina í hópnum: Gott að fá inn góða leikmenn
James Rodriguez er einn þeira sem Everton keypti í sumar.
James Rodriguez er einn þeira sem Everton keypti í sumar.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í gærkvöldi þegar Everton vann 3-0 sigur á Salford í 2. umferð enska deildabikarsins.

Gylfi bæði skoraði og lagði upp í leiknum og var það Sky Sports sem valdi hann mann leiksins. Leikurinn var 100. byrjunarliðsleikur Gylfa með Everton og hann skoraði sitt 100. mark á Englandi í leiknum.

Sjá einnig:
Gylfi valinn maður leiksins: Hefði getað skorað 101. markið

Gylfi var ekki í byrjunarliði Everton gegn Tottenham á sunnudag en kom inn á í þeim leik og þótti standa sig vel. Í liðinu í þeim elik voru leikmenn sem Everton keypti í sumar: Allan, Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez - allt leikmenn sem geta spilað á miðjunni eða þeim stöðum sem Gylfi er vanur að leysa. Gylfi var eftir leikinn í gær spurður út í hvort hann hafi horft á leikinn sem tækifæri til að minna Carlo Ancelotti, stjóra Everton, á hvað Gylfi sjálfur væri góður.

„Já það skiptir ekki máli hvaða leikur það er, það er alltaf gott tækifæri til að sýna að þú getur spilað fyrir þetta félag - að þú sért nógu góður. Auðvitað hjá stóru félagi eins og Everton er þá munu koma inn nýir leikmenn. Það er gott að við séum að fá inn góða leikmenn og gerum hópinn þannig sterkari. Það býr til meiri samkeppni, leikirnir verða margir svo það er gott að hafa stærri hóp," sagði Gylfi við Sky Sports eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner