Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. september 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jordi Cruyff nýr yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona
Mynd: Getty Images

Spænska stórveldið FC Barcelona staðfesti í gær að Jordi Cruyff hefur verið ráðinn til félagsins í starf yfirmanns íþróttamála.


Hann mun því starfa samhliða Xavi þjálfara og Joan Laporta forseta og vera með yfirumsjón yfir leikmannakaupum félagsins.

Cruyff er vel þekktur í fótboltaheiminum enda með eitt af frægari ættarnöfnum sem finnast, enda er hann sonur Johan Cruyff sem er goðsögn hjá Ajax, Barcelona og hollenska landsliðinu.

Jordi er 48 ára gamall og ólst upp hjá Ajax til 14 ára aldurs en var svo fenginn yfir til Barcelona þegar faðir hans var ráðinn sem aðalþjálfari Barca.

Jordi, sem glímdi við erfið meiðsli, náði aldrei sömu hæðum og faðir sinn en spilaði þó níu landsleiki og skoraði í heildina 19 mörk fyrir Barcelona og Manchester United.

Jordi hefur undanfarin ár þjálfað Maccabi Tel Aviv í Ísrael og tvö félög í Kína, auk þess að hafa verið ráðinn sem þjálfari landsliðs Ekvadors í Covid bylgjunni. Þar hætti hann störfum eftir sex mánuði án þess að spila leik eða stýra æfingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner