Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 17. september 2022 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Marco Reus missteig sig illa

Marco Reus hefur verið afar óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina og meiddist hann aftur í dag.


Hann missteig sig illa í 1-0 sigri í nágrannaslag gegn Schalke er Dortmund tók toppsæti þýsku deildarinnar.

Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru en þetta gæti verið skellur fyrir Reus sem hefur haldið sér heilum síðustu tvö tímabil eftir sex ár af meiðslavandræðum.

Reus er afar mikilvægur hlekkur í liði Dortmund og verður hans saknað næstu vikurnar hið minnsta.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir