Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 17. september 2022 17:30
Daníel Smári Magnússon
Þorlákur: Mjög gott fyrsta skref
,,Menn hafa alveg skitið í deigið''
Lengjudeildin
Þorlákur gat leyft sér að brosa í dag!
Þorlákur gat leyft sér að brosa í dag!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara hörkuleikur og bara jafn leikur. Fylkir er að mínu mati bara besta liðið í deildinni, svona "by far", ef ég á að vera alveg sanngjarn. En við erum búnir að vera bara fínir í seinni umferðinni, ef maður skoðar úrslitin þá er bara búinn að vera góður stöðugleiki í okkar frammistöðum,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir 2-1 sigur á Fylki í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Fylkir

Þórsarar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, en meistarar Fylkis jöfnuðu leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Var Þorlákur ánægður með að sjá leikmenn halda haus og láta það ekki brjóta sig?

„Já, bara gott að þú nefnir það. Fáum bara á okkur mark hérna í fyrstu sókn. Ef við myndum spóla einhverja 2-3 mánuði til baka, þá myndum við bara tapa þessum leik þrjú/fjögur-eitt. En við fórum þá leið að treysta á marga unga leikmenn í sumar og þeir hafa vaxið. Menn hafa alveg skitið í deigið, en koma til baka og eru að styrkjast við mótlætið í staðinn fyrir að bogna.''

Þorlákur segir að það sé öruggt að Þórsarar bæti við sig fyrir næsta tímabil. 

„Ég held að það sé alveg klárt að við munum bæta í hópinn fyrir næsta tímabil. Við tókum ákveðna áhættu og misstum töluvert mikið af leikmönnum í haust og svo bara líka í sumar. Misstum Aron Inga í atvinnumennsku og tókum engan í staðinn. Þannig að við erum bara bjartsýnir og okkur finnst þetta hafa tekist vel. Þetta var mjög gott fyrsta skref, en það er mikil vinna framundan.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner