Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 17. september 2022 17:30
Daníel Smári Magnússon
Þorlákur: Mjög gott fyrsta skref
,,Menn hafa alveg skitið í deigið''
Lengjudeildin
Þorlákur gat leyft sér að brosa í dag!
Þorlákur gat leyft sér að brosa í dag!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara hörkuleikur og bara jafn leikur. Fylkir er að mínu mati bara besta liðið í deildinni, svona "by far", ef ég á að vera alveg sanngjarn. En við erum búnir að vera bara fínir í seinni umferðinni, ef maður skoðar úrslitin þá er bara búinn að vera góður stöðugleiki í okkar frammistöðum,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir 2-1 sigur á Fylki í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Fylkir

Þórsarar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, en meistarar Fylkis jöfnuðu leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Var Þorlákur ánægður með að sjá leikmenn halda haus og láta það ekki brjóta sig?

„Já, bara gott að þú nefnir það. Fáum bara á okkur mark hérna í fyrstu sókn. Ef við myndum spóla einhverja 2-3 mánuði til baka, þá myndum við bara tapa þessum leik þrjú/fjögur-eitt. En við fórum þá leið að treysta á marga unga leikmenn í sumar og þeir hafa vaxið. Menn hafa alveg skitið í deigið, en koma til baka og eru að styrkjast við mótlætið í staðinn fyrir að bogna.''

Þorlákur segir að það sé öruggt að Þórsarar bæti við sig fyrir næsta tímabil. 

„Ég held að það sé alveg klárt að við munum bæta í hópinn fyrir næsta tímabil. Við tókum ákveðna áhættu og misstum töluvert mikið af leikmönnum í haust og svo bara líka í sumar. Misstum Aron Inga í atvinnumennsku og tókum engan í staðinn. Þannig að við erum bara bjartsýnir og okkur finnst þetta hafa tekist vel. Þetta var mjög gott fyrsta skref, en það er mikil vinna framundan.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner