Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   lau 17. september 2022 17:30
Daníel Smári Magnússon
Þorlákur: Mjög gott fyrsta skref
,,Menn hafa alveg skitið í deigið''
Lengjudeildin
Þorlákur gat leyft sér að brosa í dag!
Þorlákur gat leyft sér að brosa í dag!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara hörkuleikur og bara jafn leikur. Fylkir er að mínu mati bara besta liðið í deildinni, svona "by far", ef ég á að vera alveg sanngjarn. En við erum búnir að vera bara fínir í seinni umferðinni, ef maður skoðar úrslitin þá er bara búinn að vera góður stöðugleiki í okkar frammistöðum,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir 2-1 sigur á Fylki í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Fylkir

Þórsarar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, en meistarar Fylkis jöfnuðu leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Var Þorlákur ánægður með að sjá leikmenn halda haus og láta það ekki brjóta sig?

„Já, bara gott að þú nefnir það. Fáum bara á okkur mark hérna í fyrstu sókn. Ef við myndum spóla einhverja 2-3 mánuði til baka, þá myndum við bara tapa þessum leik þrjú/fjögur-eitt. En við fórum þá leið að treysta á marga unga leikmenn í sumar og þeir hafa vaxið. Menn hafa alveg skitið í deigið, en koma til baka og eru að styrkjast við mótlætið í staðinn fyrir að bogna.''

Þorlákur segir að það sé öruggt að Þórsarar bæti við sig fyrir næsta tímabil. 

„Ég held að það sé alveg klárt að við munum bæta í hópinn fyrir næsta tímabil. Við tókum ákveðna áhættu og misstum töluvert mikið af leikmönnum í haust og svo bara líka í sumar. Misstum Aron Inga í atvinnumennsku og tókum engan í staðinn. Þannig að við erum bara bjartsýnir og okkur finnst þetta hafa tekist vel. Þetta var mjög gott fyrsta skref, en það er mikil vinna framundan.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner