Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 17. september 2022 17:30
Daníel Smári Magnússon
Þorlákur: Mjög gott fyrsta skref
,,Menn hafa alveg skitið í deigið''
Lengjudeildin
Þorlákur gat leyft sér að brosa í dag!
Þorlákur gat leyft sér að brosa í dag!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara hörkuleikur og bara jafn leikur. Fylkir er að mínu mati bara besta liðið í deildinni, svona "by far", ef ég á að vera alveg sanngjarn. En við erum búnir að vera bara fínir í seinni umferðinni, ef maður skoðar úrslitin þá er bara búinn að vera góður stöðugleiki í okkar frammistöðum,'' sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir 2-1 sigur á Fylki í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Fylkir

Þórsarar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, en meistarar Fylkis jöfnuðu leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Var Þorlákur ánægður með að sjá leikmenn halda haus og láta það ekki brjóta sig?

„Já, bara gott að þú nefnir það. Fáum bara á okkur mark hérna í fyrstu sókn. Ef við myndum spóla einhverja 2-3 mánuði til baka, þá myndum við bara tapa þessum leik þrjú/fjögur-eitt. En við fórum þá leið að treysta á marga unga leikmenn í sumar og þeir hafa vaxið. Menn hafa alveg skitið í deigið, en koma til baka og eru að styrkjast við mótlætið í staðinn fyrir að bogna.''

Þorlákur segir að það sé öruggt að Þórsarar bæti við sig fyrir næsta tímabil. 

„Ég held að það sé alveg klárt að við munum bæta í hópinn fyrir næsta tímabil. Við tókum ákveðna áhættu og misstum töluvert mikið af leikmönnum í haust og svo bara líka í sumar. Misstum Aron Inga í atvinnumennsku og tókum engan í staðinn. Þannig að við erum bara bjartsýnir og okkur finnst þetta hafa tekist vel. Þetta var mjög gott fyrsta skref, en það er mikil vinna framundan.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner