Stefano Pioli, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segist ekki þurfa að biðjast afsökunar á 5-1 tapinu gegn nágrönnum þeirra í Inter.
Milan fékk skell þegar liðin áttust við í 4. umferð Seríu A á San Síró í gær.
Henrikh Mikhitaryan skoraði tvívegis fyrir Inter og þá gerði tyrkneski landsliðsmaðurinn eitt mark gegn sínum gömlu félögum.
Inter-liðið sundurspilaði nágranna sína en Pioli segir að hann þurfi ekki að biðja stuðningsmenn afsökunar á úrslitunum.
„Ég er ekki sammála þessari hugmynd um að biðja stuðningsmenn afsökunar. Heldur þú að við höfum viljandi tapað fyrir Inter 5-1? Við erum vonsviknir, alveg eins og stuðningsmennirnir, en maður á aðeins að biðjast afsökunar ef maður gerir eitthvað viljandi,“ sagði Pioli á blaðamannafundi.
Athugasemdir