Erik ten Hag, stjóri Manchester United, staðfesti á fréttamannafundi í gær að þeir Noussair Mazraoui, Matthijs de Ligt og Lisandro Martínez, sem fóru allir af velli í sigri United gegn Southampton á laugardag, séu klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Barnsley í deildabikanrum í kvöld.
De Ligt skoraði fyrsta mark leiksins en fór af velli seint í leiknum þar sem hann fékk krampa.
De Ligt skoraði fyrsta mark leiksins en fór af velli seint í leiknum þar sem hann fékk krampa.
Ten Hag sagði þá frá því að Mason Mount, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Rasmus Höjlund séu ekki klárir í slaginn.
Margir stuðningsmenn eru spenntir fyrir því að Harry Amass, 17 ára vinstri bakvörður, fái mögulega tækifæri í liði United í leiknum.
Líklegt byrjunarlið Man Utd: Bayindir; Dalot; Maguire, Evans, Amass; Casemiro, Ugarte, Collyer; Antony, Zirkzee, Garnacho.
Athugasemdir