Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. október 2020 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Steve Finnan í fjárhagsvandræðum - Selur Meistaradeildarmedalíuna
Steve Finnan og Paolo Maldini eigast við í úrslitaleiknum árið 2005
Steve Finnan og Paolo Maldini eigast við í úrslitaleiknum árið 2005
Mynd: Getty Images
Steve Finnan, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, er í miklum fjárhagsörðuleikum og hefur neyðst til að setja dýrmæta muni úr einkasafninu á uppboð en þar má nefna treyjuna sem hann klæddist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2005 og gullmedalíuna sem hann fékk eftir leikinn.

Finnan var magnaður hægri bakvörður hjá Liverpool og vakti mikla lukku hjá stuðningsmönnum.

Hann var í byrjunarliði Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2005 er liðið kom til baka gegn AC Milan eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik.

Finnan lék í heildina 217 leiki fyrir Liverpool og skoraði eitt mark en auk þess spilaði hann 53 landsleiki fyrir Írland og skoraði þar tvö mörk.

Eftir ferilinn stofnaði Finnan fyrirtæki með bróður sínum og keyptu þeir lóðir í London. Bróðir hans skuldar honum rúmlega 4 milljónir punda en Finnan hefur neyðst til að setja treyjuna sem hann spilaði í gegn Milan á uppboð ásamt medalíunni og öðrum munum. Medalían fer á 12 til 15 þúsund pund á meðan treyjan er til sölu á 2500 pund.

Finnan átti öflugan feril á Englandi en hann spilaði einnig með liðum á borð við Birmingham, Notts County, Fulham og Portsmouth. Hann spilaði þá eitt tímabil með Espanyol á Spáni.


Athugasemdir
banner
banner
banner