Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
   lau 17. nóvember 2012 14:16
Hafliði Breiðfjörð
Andri Steinn: Óli Þórðar ætlaði að fótbrjóta mig 15 ára
Andri Steinn Birgisson í búningi Víkinga í dag.
Andri Steinn Birgisson í búningi Víkinga í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég get ekki beðið eftir að byrja," sagði Andri Steinn Birgisson við Fótbolta.net í dag en hann er orðinn leikmaður Víkings, kom frá Leikni.

,,Ég heyrði í þeim fyrir tveimur vikum og þetta tók fljótt af. Mér lýst mjög vel á það sem er verið að gera og held að það sé stefna allra að skjóta liðinu þar sem það á heima, í Pepsi-deildinni."

Andri Steinn spilaði með Keflavík í fyrrasumar en fór svo í Leikni í sumar. Hann skoðaði líka þá möguleika að spila í efstu deild en valdi að fara í 1. deildarlið Víkings.

,,Það var alveg á borðinu að fara í efstu deild og ég skoðaði það en svo var það Víkingur sem stóð uppi og ég er mjög ánægður með það. Ég tel að það sé metnaður í klúbbnum, þeir eru að fá Ingvar til baka og ég tel að það sé ein stefna og hún er að fara upp.

Hjá Víkingum spilar Andri Steinn undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. Við spurðum hann að lokum hvort þeir þekktust.

,,Nei ekkert þannig, nema að hann ætlaði að fótbrjóta mig þegar ég var 15 ára. Þá sólaði ég hann eitthvað illa og hann sagði að ef ég myndi sóla hann aftur þá myndi hann negla mig niður," sagði Andri Steinn.

,,Ég vona að hann mæti á æfingu og ég fái að taka smá öxl í öxl við kallinn og sjá hversu hraustur hann er í dag. Ég var pínu smeykur þegar ég var 15 ára, ég viðurkenni það."
Athugasemdir
banner
banner