Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. nóvember 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Angel Correa kemur inn í argentínska landsliðshópinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Angel Correa fer með argentínska landsliðinu á HM eftir að Nicolas Gonzalez, leikmaður Fiorentina, þurfti að draga sig úr hópnum.


Gonzalez hefur verið að glíma við meiðsli allt tímabilið og er búinn að missa af mikið af leikjum með Fiorentina. Þessi meiðslavandræði virðast ekki ætla að taka enda og nú missir hann af draumnum sínum, að keppa fyrir Argentínu á HM.

Gonzalez er aðeins 24 ára gamall en Angel Correa hefur verið kallaður upp í landsliðshópinn í hans stað. Það verða því tveir Correa í hóp hjá Argentínu, Angel og Joaquin. Angel Correa er 27 ára gamall og hefur verið leikmaður Atletico Madrid síðustu sjö ár.

Hann er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið sem fremsti sóknarmaður eða í holunni þar fyrir aftan. Hann átti flott tímabil á síðustu leiktíð og skoraði 12 mörk í 36 deildarleikjum. Á þessari leiktíð er hann þó aðeins búinn að skora 3 mörk í 14 deildarleikjum.

„Nicolas Gonzalez er að glíma við vöðvameiðsli eftir æfingu dagsins og verður ekki með í lokahópnum fyrir HM. Angel Correa kemur í hans stað," segir í yfirlýsingu frá argentínska landsliðinu.

Argentína mætir Sádí-Arabíu í fyrstu umferð næsta þriðjudag og er einnig með Mexíkó og Póllandi í riðli.


Athugasemdir
banner
banner