Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 17. nóvember 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Loksins kominn á góðan stað - „Búið að reyna hrikalega á andlega"
Kom inn á í bikarúrslitaleiknum.
Kom inn á í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skemmtilegt að verða bikarmeistari, fyrsti titilinn hérna á Íslandi. Það var geggjað að koma inn á og spila á móti brosa
Það var skemmtilegt að verða bikarmeistari, fyrsti titilinn hérna á Íslandi. Það var geggjað að koma inn á og spila á móti brosa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Planið er alltaf að fara út, ég held að það sé þannig hjá flestum hér heima á Íslandi. Planið er að reyna það, en byrja á að gera eitthvað í þessari deild
Planið er alltaf að fara út, ég held að það sé þannig hjá flestum hér heima á Íslandi. Planið er að reyna það, en byrja á að gera eitthvað í þessari deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen hefur glímt við langvarandi meiðsli síðustu tvö tímabil. Tímabilið 2021 missti hann út ellefu deildarleiki með Fylki vegna meiðsli. Síðasta haust samdi hann svo við Víking og í ár missti hann af sautján deildarleikjum.

Arnór kom við sögu í tíu deildarleikjum og var í byrjunarliðinu í þremur þeirra. Þá kom hann við sögu í bikarúrslitaleiknum þegar Víkingur vann FH.

„Skrokkurinn er allur að koma til, ég var meiddur lengi og er loksins kominn á stað sem ég vil vera á. Þetta er búið að reyna hrikalega á andlega, 12-13 mánuðir þar sem ég var ekkert að spila. Ég fór í kviðslitsaðgerð og svo kom í ljós að mjöðmin var slæm líka. Það er geggjað að vera byrjaður að æfa aftur á fullu," sagði Arnór við Fótbolta.net.

„Ég fór erlendis bæði í kviðslitsaðgerðina - var ennþá að drepast og skildi ekkert af hverju og enginn hér heima sem gat áttað sig á þessu - þannig ég fór út til London og þar kom í ljós að mjöðmin var í hakki líka."

„Það versta í þessu var óvissan, að vita ekkert hvað væri að manni, stanslaust að reyna finna út úr því sjálfur. Þegar maður loksins vissi hvað var að þá var það þvílíkur léttir."


Fyrsti leikur Arnórs eftir meiðslin var gegn Fram í ágúst. „Við vorum með svo þunnan hóp á þessum tíma, smá pressa á manni að komast aftur í gang. Að hlaupa inn á vara hrikalega skrítið, það var svo langt síðan maður hljóp inn á völlinn. Tilfinningin var geggjuð."

„Klárlega, geggjað að hafa fengið að byrja nokkra leiki og fá þessar mínútur, þær eru mikilvægar fyrir næsta tímabil."

„Það var skemmtilegt að verða bikarmeistari, fyrsti titilinn hérna á Íslandi. Það var geggjað að koma inn á og spila á móti brosa,"
sagði Arnór og brosti. Eiður Smári Guðjohnsen er eldri bróðir Arnórs.

Hvernig horfir næsta tímabil við þér?

„Ég er allavega að æfa á fullu núna, koma líkamanum í gott stand fyrir næsta tímabil. Ég ætla reyna mitt besta."

Dreymir hann um að fara aftur út í atvinnumennsku?

„Planið er alltaf að fara út, ég held að það sé þannig hjá flestum hér heima á Íslandi. Planið er að reyna það, en byrja á að gera eitthvað í þessari deild."

Ertu með eitthvað markmið varðandi hlutverk í liðinu?

„Markmiðið er að koma mér í byrjunarliðið og sýna hvað ég get, hjálpa liðinu."

Þeir Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan - synir Eiðs Smára - spila allir í Svíþjóð. Fylgist Arnór með frændum sínum þar?

„Ég horfi ekki mikið á leikina kannski en ég tala mikið við þá og heyri alltaf í þeim eftir leiki - sé hvernig þeim gengur og svona. Það er gaman að sjá hvert þeir eru komnir, gaman að sjá Andra kominn í alvöru fullorðinsbolta - búinn að vera lengi í akademíufótbolta - þarf að reyna sanna sig þar líka."

Meira um Arnór Borg:
Arnór Borg: Innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings ('21)
Arnór Borg: Covid eiginlega eyðilagði framtíð mína hjá Swansea ('21)
Arnór Borg: Loksins að stíga upp úr meiðslum ('19)
Athugasemdir
banner
banner