Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 21:00
Enski boltinn
Leyfir Solskjær að spila með hanska en Klopp ekki?
Pogba spilaði með hanska á Anfield.
Pogba spilaði með hanska á Anfield.
Mynd: Getty Images
Rikki G, lýsandi á Stöð 2 Sport, var gestur í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag. Hann veltir því fyrir sér hvort að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, njóti sömu virðingar hjá leikmönnum og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.

„Ég hjó eftir því í gær að það var aðeins kalt og það voru tveir leikmenn United með hanska. Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar atvinnumenn sem eru með 200-300 þúsund pund á viku spila með vettlinga. Þetta voru frændurnir Paul Pogba og Anthony Martial," sagði Rikki í þættinum.

„Það var ekki einn maður Liverpool með hanska. Af hverju? Klopp myndi sennilega ekki leyfa það. Þá spyr ég mig hvort Solskjær sé með nægilega mikla virðingu hjá leikmönnum. Af hverju segir Solskjær leikmönnum að spila hanskalausir."

„Scott Mctominay er alvöru Skoti. Hann var í stuttermabol í gær á meðan aðrir voru í langermatreyjum og virkaði kalt á tímabili."


Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Liverpool getur ekki skorað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner