Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. janúar 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Agnelli heldur áfram að láta sig dreyma um Ofurdeildina
Agnelli (annar frá vinstri) ásamt fráfarandi stjórnarmönnum Juventus.
Agnelli (annar frá vinstri) ásamt fráfarandi stjórnarmönnum Juventus.
Mynd: Getty Images
Fráfarandi stjórnarformaður Juventus, Andrea Agnelli, hefur ítrekað að hann vonist enn eftir stofnun evrópskrar Ofurdeildar (Super League). Þetta sagði hann í kveðjuræðu sinni hjá ítalska félaginu.

Agnelli var einn helsti arkitektinn af hugmyndum um stofnun Ofurdeildar sem voru opinberaðar 2021.

Agnelli og aðrir stjórnarmenn Juventus sögðu af sér í nóvember þegar lögreglurannsókn hófst vegna kaupa félagsins.

„Evrópskur fótbolti þarf á nýju kerfi að halda," sagði Agnelli.

„Hætta er á að ein af deildunum verði innan fárra með mikla yfirburði og laði að sér alla hæfileikaríkustu menn innan evrópska fótboltans. Hinar deildirnar verða þá algjörlega jaðarsettar og þessi þróun er farin að gerast."

Í apríl 2021 voru hugmyndirnar um stofnun Ofurdeildar opinberaðar en þær hrundu á innan við 72 klukkustundum. Níu félög höfðu þá dregið sig út vegna mótmæla stuðningsmanna og andstöðu fótboltasambanda.

Juventus, Barcelona og Real Madrid drógu sig aldrei út og eru enn hlynnt hugmyndum um að kljúfa sig frá deildum í sínum heimalöndum og ganga í sérstaka Ofurdeild.
Athugasemdir
banner
banner