Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 18. janúar 2023 19:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Crystal Palace og Man Utd: Weghorst í byrjunarliðinu

Crystal Palace og Manchester United mætast á Selhurst Park kl. 20 í kvöld í ensku úrvalsdeildinni.


Wout Weghorst gekk til liðs við United á láni frá Burnley á dögunum en hann byrjar sinn fyrsta leik í kvöld í fremstu víglínu.

Þá byrjar Lisandro Martinez sinn fyrsta leik í deildinni eftir HM en hann er við hlið Raphael Varane í vörninni, Luke Shaw færir sig í vinstri bakvörðinn.

Joachim Andersen er fjarverandi í vörn Palace í kvöld en Chris Richards kemur inn i hans stað.

Leeds mætir Cardiff í enska bikarnum í kvöld en byrjunarlið Leeds má sjá hér fyrir neðan.

Crystal Palace: Guaita, Clyne, Richards, Guehi, Mitchell, Doucoure, Hughes, Michael Olise, Odsonne Edouard, Wilfried Zaha, Jean-Philippe Mateta.

Manchester United: De Gea, Wan-Bissaka, Varane, Martinez, Shaw, Casemiro, Eriksen, Fernandes, Antony, Rashford, Weghorst.


Athugasemdir
banner