Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 18. janúar 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Mudryk á lægri launum en Hudson-Odoi og Loftus-Cheek
Mykhailo Mudryk í heiðursstúkunni á Stamford Bridge.
Mykhailo Mudryk í heiðursstúkunni á Stamford Bridge.
Mynd: EPA
Mykhailo Mudryk, nýjasti leikmaður Chelsea, er á lægri launum hjá félaginu en Callum Hudson-Odoi (sem er á láni hjá Bayer Leverkusen) og Ruben Loftus-Cheek (sem er í litlu hlutverki).

Chelsea skákaði Arsenal í baráttunni um Mudryk en samkvæmt Athletic var launapakki hans lítill þáttur í félagaskiptapakkanum. Mudryk fær 97 þúsund pund í vikulaun, aðeins 10 þúsund meira en Arsenal bauð.

Hudson-Odoi fær 120 þúsund pund á viku og Loftus-Cheek, sem hefur ekki spilað síðan í byrjun nóvember, fær 150 þúsund pund á viku.

Sú ákvörðun að bjóða Mudryk ekki hærri laun er sögð vera framtíðaráætlun hjá nýjum eiganda Chelsea, Todd Boehly, að lækka launakostnað.

Boehly vill forðast það að leikmenn fái laun á borð við Loftus-Cheek og Hudson-Odoi eftir að hafa átt einn góðan kafla með liðinu.
Athugasemdir
banner