Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 18. janúar 2023 12:03
Elvar Geir Magnússon
Rekinn á mánudag en er tekinn aftur við liðinu
Davide Nicola.
Davide Nicola.
Mynd: Getty Images
Davide Nicola er tekinn aftur við Salernitana, tveimur dögum eftir að hann var rekinn frá félaginu. Hann þakkar forseta félagsins, Danilo Iervolino.

Nicola var rekinn á mánudag, eftir 8-2 tap gegn Atalanta. Félagið ræddi við ýmsa menn um að taka við, þar á meðal Rafa Benítez, en náði ekki samkomulagi við neinn þeirra.

Iervolino hringdi svo aftur í Nicola í gærkvöldi og hann er aftur tekinn við liðinuu.

„Hann ræddi við mig á vinalegum nótum og útskýrði fyrir mér ástæðurnar fyrir þessari sársaukafullu ákvörðun sem hann tók eftir tapið gegn Atalanta. Ég baðst afsökunar og tek ábyrgð á frammistöðunni sem var ekki boðleg. Ég hef trú á þessu liði, félaginu og fólkinu sem hér er," segir Nicola.

„Ég þakka forsetanum fyrir að hafa hringt í mig, fótbolti byggist á ástríðu og hjarta og ég vil endurgjalda traustið."

Salernitana er í sextánda sæti ítölsku A-deildarinnar, níu stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 35 21 8 6 67 42 +25 71
3 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Napoli 35 13 12 10 53 44 +9 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 35 10 13 12 41 43 -2 43
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 35 8 10 17 33 46 -13 34
15 Cagliari 35 7 12 16 37 60 -23 33
16 Frosinone 35 7 11 17 43 63 -20 32
17 Empoli 35 8 8 19 26 50 -24 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner
banner
banner