Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 18. janúar 2023 12:03
Elvar Geir Magnússon
Rekinn á mánudag en er tekinn aftur við liðinu
Davide Nicola er tekinn aftur við Salernitana, tveimur dögum eftir að hann var rekinn frá félaginu. Hann þakkar forseta félagsins, Danilo Iervolino.

Nicola var rekinn á mánudag, eftir 8-2 tap gegn Atalanta. Félagið ræddi við ýmsa menn um að taka við, þar á meðal Rafa Benítez, en náði ekki samkomulagi við neinn þeirra.

Iervolino hringdi svo aftur í Nicola í gærkvöldi og hann er aftur tekinn við liðinuu.

„Hann ræddi við mig á vinalegum nótum og útskýrði fyrir mér ástæðurnar fyrir þessari sársaukafullu ákvörðun sem hann tók eftir tapið gegn Atalanta. Ég baðst afsökunar og tek ábyrgð á frammistöðunni sem var ekki boðleg. Ég hef trú á þessu liði, félaginu og fólkinu sem hér er," segir Nicola.

„Ég þakka forsetanum fyrir að hafa hringt í mig, fótbolti byggist á ástríðu og hjarta og ég vil endurgjalda traustið."

Salernitana er í sextánda sæti ítölsku A-deildarinnar, níu stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir