Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. febrúar 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Solskjær ósáttur við litla hvíld fyrir Evrópuleik
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ósáttur við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar að hafa sett leik liðsins gegn Chelsea á dagskrá í gærkvöldi.

Manchester United mætir Club Brugge í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag en belgíska liðið spilaði síðast á laugardaginn og fær því tvo aukadaga til undirbúnings.

„Við fáum ekki mikla hjálp til að undirbúa okkur fyrir Evrópuleiki," sagði Solskjær.

„Að við höfum ekki spilað (gegn Chelsea) á föstudag, laugardag eða minnsta kosti sunnudag er ofar mínum skilningi."

„Ég vil ekki kvarta, þið vitið það, og við þurfum bara að takast eins vel á við þetta og við getum."

Athugasemdir
banner
banner