Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. febrúar 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Tómas Veigar lánaður í Magna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Miðjumaðurinn Tómas Veigar Eiríksson hefur skrifað undir lánssamning við Magna á Grenivík.

Hann kemur frá KA en nýlega skrifaði hann undir samning við félagið út 2021.

Tómas verður 22 ára í næstu viku.

Í fyrra var hann líka lánaður til Magna en lék tvo leiki áður en KA kallaði hann til baka og lánaði í KF í 3. deildinni.

Magni var í harðri fallbaráttu í 1. deildinni í fyrra en eftir þjálfaraskipti fór stigasöfnun að ganga mun betur og liðið endaði í 9. sæti undir stjórn Sveins Þórs Steingrímssonar.

Glugginn hjá Magna:

Komnir:
Alexander Ívan Bjarnason frá Þór
Ágúst Þór Brynjarsson frá Þór
Baldvin Ólafsson frá KA
Björn Andri Ingólfsson frá Einherja (var á láni)
Hafsteinn Ingi Magnússon frá Tindastóli (var á láni)
Hjörvar Sigurgeirsson frá KA
Rúnar Þór Brynjarsson frá Völsungi
Tómas Örn Arnarson frá Þór (á láni)
Tómas Veigar Eiríksson frá KA (á láni)

Farnir:
Angantýr Máni Gautason í KA (var á láni)
Arnar Geir Halldórsson hættur
Aron Elí Gíslason í KA (var á láni)
Áki Sölvason í KA (var á láni)
Bergvin Jóhannsson í Þór
Frosti Brynjólfsson í KA (var á láni)
Guðni Sigþórsson í Þór (var á láni)
Ívar Sigurbjörnsson hættur
Jordan William Blinco til Englands
Kian P. J. Williams til Englands
Louis A. Wardle til Englands
Ólafur Aron Pétursson í KA (var á láni)
Sveinn Óli Birgisson hættur
Athugasemdir
banner
banner
banner