Frosinone 0 - 3 Roma
0-1 Dean Huijsen ('38)
0-2 Serdar Azmoun ('71)
0-3 Leandro Paredes ('81, víti)
0-1 Dean Huijsen ('38)
0-2 Serdar Azmoun ('71)
0-3 Leandro Paredes ('81, víti)
Daniele De Rossi hefur byrjað vel við stjórnvölinn hjá AS Roma og stýrði hann liðinu til sigurs á útivelli gegn Frosinone í ítölsku deildinni í dag.
Frosinone byrjaði leikinn gríðarlega vel og var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Rómverjum tókst þó einhvern veginn að taka forystuna þegar varnarmaðurinn efnilegi Dean Huijsen skoraði eftir magnað einstaklingsframtak. Huijsen rak boltann frá miðjulínunni í gegnum völlinn áður en hann lagði boltann laglega í netið með skoti utan vítateigs.
Sjáðu markið
Frosinone fékk urmul færa í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora framhjá Mile Svilar á milli stanganna.
Rómverjar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik þar sem Serdar Azmoun og Leandro Paredes innsigluðu 0-3 sigur.
Roma er í sjötta sæti ítölsku deildarinnar, fjórum stigum frá meistaradeildarsæti.
Frosinone er í neðri hlutanum, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir