Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 16:50
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man City og Burnley: Sterkt lið hjá City - Jói Berg byrjar
Jói er í byrjunarliðinu á Etihad.
Jói er í byrjunarliðinu á Etihad.
Mynd: Getty Images
Haaland skoraði fimm í miðri viku.
Haaland skoraði fimm í miðri viku.
Mynd: Getty Images

Fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum enska bikarsins fer fram í dag en þá mætast Manchester City og Burnley á Etihad vellinum.


Vincent Kompany er stjóri Burnley og mun hann því snúa aftur á sinn gamla heimavöll í dag en hann lék með Manchester City í ellefu ár. Burnley hefur spilað frábærlega í Championship deildinni í vetur og ætlar fátt að koma í veg fyrir það að liðið snúi aftur í deild þeirra bestu á Englandi á ný.

Manchester City valtaði yfir RB Leipzig á þriðjudeginum síðasta í Meistaradeild Evrópu en leiknum lauk með 7-0 sigri City þar sem Erling Haaland gerði fimm mörk.

Pep Guardiola, stjóri Man City, byrjar með sterkt lið inn á. Erling Haaland, Phil Foden, Riyad Mahrez, Kevin de Bruyne, Julian Alvarez og Rodri eru allir inn á svo eitthvað sé nefnt.

Hjá Burnley er Jóhann Berg Guðmundsson á sínum stað í byrjunarliðinu ásamt hinum heita Nathan Tella.

Manchester City: Ortega Moreno, Walker, Dias, Laporte, Lewis, Rodrigo, De Bruyne (C), Mahrez, Alvarez, Foden, Haaland.
(Varamenn: Ederson, Phillips, Stones, Ake, Gundogan, Grealish, Gomez, Akanji, Palmer.)

Burnley: Peacock-Farrell; Roberts, Al-Dakhil, Beyer, Maatsen; Vitinho, Cullen; Zaroury, Jóhann Berg, Tella; Foster.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner