Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 12:20
Aksentije Milisic
Ten Hag mun fá nýjan samning hjá Man Utd
United vann deildabikarinn á dögunum.
United vann deildabikarinn á dögunum.
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, mun fá nýjan samning hjá félaginu en Man Utd hefur tilkynnt Hollendingnum þetta.


Það mun engu máli skipta hverjir eigendur klúbbsins verða en United vill verðlauna Ten Hag fyrir sú góða vinnu sem hann hefur gert á stuttum tíma hjá Man Utd.

Hollendingurinn tók við United síðasta sumar en hann byrjaði tímabilið illa. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Síðan þá hefur gengi liðsins verið mjög gott en Man Utd er í þriðja sæti deildarinnar sem stendur.

Liðið vann sinn fyrsta titil síðan árið 2017 á dögunum en þá vann Man Utd lið Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley í síðasta mánuði. United á möguleika á fleiri titlum en liðið er í fullu fjöri í enska bikarnum og í Evrópudeildinni.

Sjeik Jassim bin Hamad al-Thani er í bílstjóra sætinu um að kaupa Manchester United en hann er reiðubúinn til að kaupa 100 prósent hlut í félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner