Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   þri 18. mars 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bournemouth ætlar sér að fá Kelleher
Mynd: EPA
Bournemouth hefur trú á því að félagið geti skákað toppliðum deildarinnar í baráttunni um að fá Caoimhin Kelleher í sínar raðir frá Liverpool.

Kelleher er varamarkmaður Liverpool, er þar á eftir Alisson Becker. Liverpool keypti Georgíumanninn Giorgi Mamardashvili síðasta sumar og klárast lánssamningur hans hjá Valencia í sumar.

Það er umtalað að Kelleher sé besti varamarkmaður deildarinnar og vill hann spila meira.

Kelleher er aðalmarkmaður írska landsliðsins, spilar þar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og Guðmundur Hreiðarsson er markmannsþjálfari liðsins.

Hann er 26 ára og verður samningslaus eftir rúmt ár. Hann var fyrr í vetur orðaður við Chelsea og Tottenham er einnig sagt hafa áhuga.

Kepa Arrizabalaga er aðalmarkmaður Bournemouth í dag en hann er á láni frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner