Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 20:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stoltur af áhuga Real Madrid - „Þýðir að maður sé að gera vel"
Mynd: EPA
Dean Huijsen, varnarmaður Bournemouth, hefur verið orðaður við Real Madrid að undanförnu.

Þessi 19 ára gamli miðvörður er fæddur í Hollandi en fluttist ungur til Spánar. Hann lék með yngri landsliðum Hollands en lék síðan með spænska u21 árs landsliðinu. Hann hefur nú fengið kallið í A-landsliðið.

Huijsen gekk til liðs við Juventus frá Malaga árið 2021 en hann var með tilboð frá Real Madrid á borðinu á þeim tíma.

„Það var útpæld ákvörðun. Ég vildi fara til Juventus út af orðspori Ítalíu, þar sem Chiellini, Bonucci, Barzaglii og aðrir sögulegir miðverðir voru. Ég vildi læra varnarleik, sem maður getur á Spáni en maður leggur meira á sig þarna," sagði Huijsen.

„Það er mikið stolt að svona stórt félag hafi áhuga á manni, það er sérstakt og þýðir að maður sé að gera vel," sagði Huijsen um áhuga Real Madrid um þessar mundir.

Athugasemdir
banner
banner
banner