Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 18. apríl 2021 12:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Icardi bjargaði PSG á 95. eftir ótrúlegan lokakafla
Mbappe skoraði tvö, hann er markahæstur í deildinni með 23 mörk.
Mbappe skoraði tvö, hann er markahæstur í deildinni með 23 mörk.
Mynd: EPA
PSG 3 - 2 St. Etienne
0-1 Denis Bouanga ('78)
1-1 Kylian Mbappe ('79)
2-1 Kylian Mbappe, víti ('87)
2-2 Romain Hamouma ('92)
3-2 Mauro Icardi ('95)

Ótrúlegur lokakafli varð á leik PSG og Saint Etienne í frönsku Ligue 1 í dag. Staðan var markalaus eftir 77 mínútur en þá skoraði varamaðurinn Denis Bouanga fyrsta mark leiksins fyrir gestina í St. Etienne.

Kylian Mbappe svaraði fyrir PSG strax mínútu seinna og skoraði svo úr vítaspyrnu á 87. mínútu.

Gestirnir jöfnuðu svo á annarri mínútu uppbótartíma með marki frá Hamouma en varamaðurinn Mauro Icardi kom heimamönnum til bjargar á fimmtu mínútu uppbótartíma eftir undirbúning frá Angel Di Maria.

PSG er í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir Lille sem er með 70 stig. Fimm umferðir eru eftir af deildinni. Mónakó og Lyon eru svo í 3. og 4. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner