Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   fim 18. apríl 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmaður Norrköping skilur ekkert - „Í hættu á að gera svipuð mistök með Ísak"
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísak Andri með U21 landsliðinu.
Ísak Andri með U21 landsliðinu.
Mynd: KSÍ
IFK Norrköping hefur ekki byrjað tímabilið í sænsku Allsvenskunni vel en liðið er með 3 stig eftir fyrstu 3 leiki tímabilsins. Norrköping vann nýliða GAIS 1-0 um síðustu helgi og nældi í sín fyrstu stig eftir tvö stór töp í fyrstu leikjunum, gegn Malmö og Mjällby.

Ísak Andri Sigurgeirsson hefur enn ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu það sem af er deildinni en hann kom inn á í fyrsta leiknum gegn Malmö og skoraði mark Norrköping í 5-1 tapi.

Marcus Thapper, stuðningsmaður Norrköping og sérfræðingur í vinsælasta hlaðvarpi Svíþjóðar um Allsvenskuna, Tuttosvenskan, segist ekki skilja hvers vegna Andreas Alm, þjálfari liðsins, spili Ísaki ekki meira.

„Við erum með ungan leikmann, Ísak Andra, sem gerir mark nánast í hvert skipti sem hann spilar, en hann fær nánast engan spiltíma. Á sama tíma gengur ekkert sóknarlega. Ég skil þetta ekki, við erum þegar búin að kasta frá okkur einum Íslendingi í ár, 22 ára landsliðsmanni sem við gáfum frá okkur og það lítur út eins og við séum í hættu á að gera svipuð mistök með Ísak,“ segir Marcus Thapper í nýjasta þætti Tuttosvenskan.

Hinn leikmaðurinn sem Thapper kemur inn á er Andri Lucas Guðjohnsen sem var lánaður til Lyngby síðasta sumar og var danska félagið að ganga frá kaupum á honum. Ísak Andri var keyptur frá Stjörnunni í fyrra. Hann hefur komið við sögu í átján leikjum, skoraði sex mörk og lagt upp eitt. Ísak hefur byrjað átta leiki frá komu sinn til Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner
banner