
„Mér fannst við byrja kannski smá stressaðir og kannski smá sviðskrekkur fannst mér og kannski gáfum þeim óþarflega mikla virðingu." sagði Eggert Gunnþór Jónsson þjálfari KFA eftir leikinn við KA á Akureyri í dag en liðið tapaði 4-0 og er úr Mjólkubikaranum í ár.
Lestu um leikinn: KA 4 - 0 KFA
„Lentum 2-0 undir í hálfleik og seinni hálfleikurinn var aðeins betri, við töluðum um það að við þyrftum aðeins að koma út úr skelinni og þora að gera aðeins meira. Þegar við gerðum það þá voru fínir kaflar en því miður var erfitt að koma til baka úr því sem var en fullt af fínum hlutum sem við getum tekið út úr þessu."
„Auðvitað eru þeir komnir inn í seasonið og búnir með tvo leiki og eru kannski á aðeins betri stað en við og svo eru þeir auðvitað ríkjandi bikarmeistarar þannig við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en við hefðum kannski aðeins vilja gefa þeim betri leik lengur."
KFA hefur verið að sækja leikmenn til að taka slaginn með liðinu í annari deildinni í sumar og Eggert Gunnþór segir að leikmannahópurinn sé vel stemmdur fyrir komandi tímabil.
„Við erum vel stemmdir, vorum að koma úr æfingaferð núna í vikunni erum náttúrulega landsbyggðar lið og höfum ekki náð að æfa mikið sem hópur og við munum eflaust taka fyrstu leikina í deildinni til að slípa okkur fullkomnlega saman."
„Við erum á fínum stað, erum að sjá hvernig nýju mennirnir sem við sóttum eru að fitta inn, voru ekki allir komnir með leikheimild í dag þannig gátum ekki notað þá og auðvitað stefnum við á að gera betur en í fyrra."