Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   fös 18. apríl 2025 20:37
Anton Freyr Jónsson
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Eggert Gunnþór lék með FH áður en hann fór austur í KFA
Eggert Gunnþór lék með FH áður en hann fór austur í KFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við byrja kannski smá stressaðir og kannski smá sviðskrekkur fannst mér og kannski gáfum þeim óþarflega mikla virðingu." sagði Eggert Gunnþór Jónsson þjálfari KFA eftir leikinn við KA á Akureyri í dag en liðið tapaði 4-0 og er úr Mjólkubikaranum í ár.


Lestu um leikinn: KA 4 -  0 KFA

„Lentum 2-0 undir í hálfleik og seinni hálfleikurinn var aðeins betri, við töluðum um það að við þyrftum aðeins að koma út úr skelinni og þora að gera aðeins meira. Þegar við gerðum það þá voru fínir kaflar en því miður var erfitt að koma til baka úr því sem var en fullt af fínum hlutum sem við getum tekið út úr þessu."

„Auðvitað eru þeir komnir inn í seasonið og búnir með tvo leiki og eru kannski á aðeins betri stað en við og svo eru þeir auðvitað ríkjandi bikarmeistarar þannig við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en við hefðum kannski aðeins vilja gefa þeim betri leik lengur."


KFA hefur verið að sækja leikmenn til að taka slaginn með liðinu í annari deildinni í sumar og Eggert Gunnþór segir að leikmannahópurinn sé vel stemmdur fyrir komandi tímabil.

„Við erum vel stemmdir, vorum að koma úr æfingaferð núna í vikunni erum náttúrulega landsbyggðar lið og höfum ekki náð að æfa mikið sem hópur og við munum eflaust taka fyrstu leikina í deildinni til að slípa okkur fullkomnlega saman."

„Við erum á fínum stað, erum að sjá hvernig nýju mennirnir sem við sóttum eru að fitta inn, voru ekki allir komnir með leikheimild í dag þannig gátum ekki notað þá og auðvitað stefnum við á að gera betur en í fyrra."


Athugasemdir