Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 18. apríl 2025 20:37
Anton Freyr Jónsson
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Eggert Gunnþór lék með FH áður en hann fór austur í KFA
Eggert Gunnþór lék með FH áður en hann fór austur í KFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við byrja kannski smá stressaðir og kannski smá sviðskrekkur fannst mér og kannski gáfum þeim óþarflega mikla virðingu." sagði Eggert Gunnþór Jónsson þjálfari KFA eftir leikinn við KA á Akureyri í dag en liðið tapaði 4-0 og er úr Mjólkubikaranum í ár.


Lestu um leikinn: KA 4 -  0 KFA

„Lentum 2-0 undir í hálfleik og seinni hálfleikurinn var aðeins betri, við töluðum um það að við þyrftum aðeins að koma út úr skelinni og þora að gera aðeins meira. Þegar við gerðum það þá voru fínir kaflar en því miður var erfitt að koma til baka úr því sem var en fullt af fínum hlutum sem við getum tekið út úr þessu."

„Auðvitað eru þeir komnir inn í seasonið og búnir með tvo leiki og eru kannski á aðeins betri stað en við og svo eru þeir auðvitað ríkjandi bikarmeistarar þannig við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en við hefðum kannski aðeins vilja gefa þeim betri leik lengur."


KFA hefur verið að sækja leikmenn til að taka slaginn með liðinu í annari deildinni í sumar og Eggert Gunnþór segir að leikmannahópurinn sé vel stemmdur fyrir komandi tímabil.

„Við erum vel stemmdir, vorum að koma úr æfingaferð núna í vikunni erum náttúrulega landsbyggðar lið og höfum ekki náð að æfa mikið sem hópur og við munum eflaust taka fyrstu leikina í deildinni til að slípa okkur fullkomnlega saman."

„Við erum á fínum stað, erum að sjá hvernig nýju mennirnir sem við sóttum eru að fitta inn, voru ekki allir komnir með leikheimild í dag þannig gátum ekki notað þá og auðvitað stefnum við á að gera betur en í fyrra."


Athugasemdir
banner
banner