
Fjölnir mætti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar enduðu með 5-0 sigri Breiðabliks. Gunnar Már þjálfari Fjölnis mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 0 Fjölnir
„Þetta var erfitt, óþarflega stórt kannski. Um leið og við lyftum liðinu í stöðunni 2-0, opnuðum við okkur og fáum á okkur ódýr mörk. Við klikkum á þeim örfáum færum sem við fáum."
„Hún er ágæt. Við erum að koma saman. Það eru meiðsli á sterkum póstum hjá okkur. Svo koma strákar úr háskóla þegar mótið byrjar."
Ætlar Fjölnir að bæta við sig leikmönnum fyrir mót?
„Já ég býst við að taka einn tvo", sagði Gunnar en hann vildi ekki opninbera í hvaða stöður leikmennirnir væru.
Gunnar tók við Fjölni í febrúar, hvernig hafa fyrstu mánuðirnir verið?
„Þetta hefur verið brekka, við höfum ekki verið að ná neinum úrslitum. Það hefur verið mikið hnjask á hópnum. Mér finnst þetta vera að koma saman núna."
Athugasemdir