Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fös 18. apríl 2025 16:32
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Þróttur kláraði endurkomuna í framlengingu
Jakob Gunnar skoraði 25 mörk í 22 deildarleikjum með Völsungi í fyrra.
Jakob Gunnar skoraði 25 mörk í 22 deildarleikjum með Völsungi í fyrra.
Mynd: Þróttur R.
Kári Kristjánsson innsiglaði sigurinn í dag.
Kári Kristjánsson innsiglaði sigurinn í dag.
Mynd: Jón Margeir Þórisson
Völsungur 2 - 3 Þróttur R.
1-0 Jakob Héðinn Róbertsson ('11)
2-0 Gestur Aron Sörensson ('31)
2-1 Kári Kristjánsson ('45 , víti)
2-2 Jakob Gunnar Sigurðsson ('87)
2-3 Kári Kristjánsson ('95)

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  3 Þróttur R.

Völsungur tók á móti Þrótti R. í Mjólkurbikarnum í dag og úr varð gífurlega skemmtileg viðureign sem fór af stað með látum.

Jakob Gunnar Sigurðsson, sem var besti leikmaður Völsungs í fyrra en skipti yfir til Þróttar fyrir nýtt tímabil, átti fyrsta dauðafæri leiksins strax á fimmtu mínútu en setti boltann framhjá markinu. Skömmu síðar tók nafni hans, Jakob Héðinn Róbertsson, forystuna fyrir heimamenn á Húsavík. Jakob Héðinn skoraði eftir langa sendingu sem rataði inn fyrir vörnina.

Þróttarar sóttu meira, en bæði lið fengu góð færi til að skora áður en heimamenn tvöfölduðu forystuna. Í þetta sinn kom Gestur Aron Sörensson boltanum í netið eftir skyndisókn í kjölfar hornspyrnu.

Þróttarar komust aftur inn í leikinn skömmu fyrir leikhlé, þegar dæmt var brot innan vítateigs eftir að Jakob Gunnar féll til jarðar við heldur litla snertingu. Umdeildur vítaspyrnudómur en Kári Kristjánsson steig á punktinn og minnkaði muninn. Staðan 2-1 í leikhlé.

Þróttarar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik en bæði lið héldu áfram að fá færi. Það var svo á 87. mínútu sem Jakob Gunnar skoraði gegn sínum fyrrum liðsfélögum til að jafna metin og knýja leikinn í framlengingu. Jakob skoraði með góðum skalla á fjærstönginni eftir langa sókn.

Jakobi tókst að knýja leikinn í framlengingu með þessu marki og fullkomnaði Kári endurkomuna þegar leikurinn var flautaður aftur á. Hann skoraði þriðja mark Þróttara í byrjun framlengingar og tókst þeim að halda forystunni til lokaflautsins þrátt fyrir góðar tilraunir Völsunga. Húsvíkingar fengu tvö kjörin marktækifæri í seinni hálfleik framlengingarinnar en tókst ekki að jafna.

Lokatölur urðu því 2-3 fyrir Þrótt sem fer áfram í 16-liða úrslit ásamt Selfyssingum og Skagamönnum sem sigruðu leiki sína í dag.


Athugasemdir
banner
banner