Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Svíþjóðar og Slóvakíu: Isak er skemmtilegur leikmaður
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Fyrsti leikurinn á Evrópumótinu hefst klukkan 13:00. Svíþjóð mætir Slóvakíu.

Slóvakía kom á óvart í fyrsta leik með því að leggja Pólland að velli. Svíþjóð kom einnig á óvart í fyrsta leik sínum þar sem þeir gerðu markalaust jafntefli við Spán. Svíþjóð varðist frábærlega í þeim leik og hefði í raun getað stolið sigrinum.

Liðsvalið er einfalt hjá þjálfara Svía, hann heldur í sama lið. Slóvakar gera tvær breytingar. Hromada og Haraslin detta út, inn koma Patrik Hrosovsky og Martin Koscelnik.

Áhorfendur eru hvattir til að fylgjast með hinum 21 árs gamla Alexander Isak í fremstu víglínu hjá Svíum. Það er mjög öflugur sóknarmaður sem á framtíðina fyrir sér.

Byrjunarlið Svíþjóðar: Olsen, Lustig, Lindelof, Danielson, Augustinsson, Olsson, Ekdal, Larsson, Forsberg, Berg, Isak.

Byrjunarlið Slóvakíu: Dubravka, Pekarik, Satka, Skriniar, Hubocan, Kucka, Hrosovsky, Koscelnik, Hamsik, Mak, Duda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner