Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 18. júlí 2024 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Hrikalega gott að komast aftur á sigurbraut eða ná í þennan sigur. Þetta er ekki búið að vera detta fyrir okkur í síðustu leikjum finnst mér. Mér finnst við ekkert endilega hafa spilað eitthvað hræðilega en bara fínt að fá 'reset' og fá sigur." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld. 

Njarðvíkingar voru ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld og var mikilvægt að ná að komast aftur á sigurbraut og sækja gott sjálfstraust aftur. 

„Það er mjög mikilvægt. Það er töluvert skemmtilegra í fótbolta þegar þú vinnur. Í síðustu leikjum vorum við svo sem ekkert með lítið sjálfstraust. Við fengum 19 hornspyrnur á móti Dalvík og vorum með mikla yfirburði í leiknum. Datt ekki fyrir okkur hérna á móti Grindavík þannig við erum búnir að vera að gera réttu hlutina finnst mér en ekki alveg verið að detta fyrir okkur sem það gerði í dag og við vorum bara nokkuð heppnir að halda út á köflum." 

Þrátt fyrir smá misstig í síðustu umferðum halda Njarðvíkingar í 2.sæti deildarinnar. 

„Við gerðum bara vel í upphafi tímabils og meginþorrann af tímabilinu erum við búnir að gera mjög vel. Mér finnst við bara eiga að vera þarna uppi og að einhver blaðra sé sprunginn er mjög þreytt, eins og ég sagði þá erum við búnir að vera mjög góðir en bara óheppnir. Við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki og vera þarna uppi eitthvað." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson markvörð Njarðvíkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner