PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fim 18. júlí 2024 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Hrikalega gott að komast aftur á sigurbraut eða ná í þennan sigur. Þetta er ekki búið að vera detta fyrir okkur í síðustu leikjum finnst mér. Mér finnst við ekkert endilega hafa spilað eitthvað hræðilega en bara fínt að fá 'reset' og fá sigur." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld. 

Njarðvíkingar voru ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld og var mikilvægt að ná að komast aftur á sigurbraut og sækja gott sjálfstraust aftur. 

„Það er mjög mikilvægt. Það er töluvert skemmtilegra í fótbolta þegar þú vinnur. Í síðustu leikjum vorum við svo sem ekkert með lítið sjálfstraust. Við fengum 19 hornspyrnur á móti Dalvík og vorum með mikla yfirburði í leiknum. Datt ekki fyrir okkur hérna á móti Grindavík þannig við erum búnir að vera að gera réttu hlutina finnst mér en ekki alveg verið að detta fyrir okkur sem það gerði í dag og við vorum bara nokkuð heppnir að halda út á köflum." 

Þrátt fyrir smá misstig í síðustu umferðum halda Njarðvíkingar í 2.sæti deildarinnar. 

„Við gerðum bara vel í upphafi tímabils og meginþorrann af tímabilinu erum við búnir að gera mjög vel. Mér finnst við bara eiga að vera þarna uppi og að einhver blaðra sé sprunginn er mjög þreytt, eins og ég sagði þá erum við búnir að vera mjög góðir en bara óheppnir. Við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki og vera þarna uppi eitthvað." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson markvörð Njarðvíkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner