Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fim 18. júlí 2024 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Lengjudeildin
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Njarðvíkingar tóku á móti Leiknismönnum á Rafholtsvellinum í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Njarðvíkingar voru fyrir leikinn ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum en þeim tókst að komast aftur á sigurbraut í kvöld.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Hrikalega gott að komast aftur á sigurbraut eða ná í þennan sigur. Þetta er ekki búið að vera detta fyrir okkur í síðustu leikjum finnst mér. Mér finnst við ekkert endilega hafa spilað eitthvað hræðilega en bara fínt að fá 'reset' og fá sigur." Sagði Aron Snær Friðriksson markvörður Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld. 

Njarðvíkingar voru ekki búnir að vinna í síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í kvöld og var mikilvægt að ná að komast aftur á sigurbraut og sækja gott sjálfstraust aftur. 

„Það er mjög mikilvægt. Það er töluvert skemmtilegra í fótbolta þegar þú vinnur. Í síðustu leikjum vorum við svo sem ekkert með lítið sjálfstraust. Við fengum 19 hornspyrnur á móti Dalvík og vorum með mikla yfirburði í leiknum. Datt ekki fyrir okkur hérna á móti Grindavík þannig við erum búnir að vera að gera réttu hlutina finnst mér en ekki alveg verið að detta fyrir okkur sem það gerði í dag og við vorum bara nokkuð heppnir að halda út á köflum." 

Þrátt fyrir smá misstig í síðustu umferðum halda Njarðvíkingar í 2.sæti deildarinnar. 

„Við gerðum bara vel í upphafi tímabils og meginþorrann af tímabilinu erum við búnir að gera mjög vel. Mér finnst við bara eiga að vera þarna uppi og að einhver blaðra sé sprunginn er mjög þreytt, eins og ég sagði þá erum við búnir að vera mjög góðir en bara óheppnir. Við þurfum bara að halda áfram að vinna leiki og vera þarna uppi eitthvað." 

Nánar er rætt við Aron Snær Friðriksson markvörð Njarðvíkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner