Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann getur ekki labbað núna og þess vegna þurfti ég að mæta í viðtal"
Lengjudeildin
Birkir Heimisson.
Birkir Heimisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjað. Hann er algjör kóngur," sagði Fannar Daði Malmquist, leikmaður Þórs, er hann var spurður út í liðsfélaga sinn, Birki Heimisson, og hvernig væri að spila með honum eftir 0-3 útisigur gegn Aftureldingu um síðustu helgi.

Birkir átti frábæran leik og var valinn leikmaður umferðarinnar í Lengjudeildinni.

Birkir er með mikla reynslu með Val úr efstu deild en hann ákvað fyrir tímabilið að snúa aftur í Þór með það að markmiði að hjálpa liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni.

„Hann myndi gera allt fyrir sigur. Hann getur ekki labbað núna og þess vegna þurfti ég að mæta í viðtal."

„Það er frábært að fá Þórsara í liðið. Við erum allt Þórsarar í liðinu og það er mikilvægt."

Næsti leikur Þórs í Lengjudeildinni er gegn Þrótti á laugardaginn.
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Athugasemdir
banner
banner
banner