„Ég er bara hrikalega ánægður með sigurinn. Við byrjum leikinn mjög vel og komumst 1-0 yfir. Síðan missum við mann af velli en við náum að harka þetta út í seinni hálfleik. Hrikalega stoltur af framlaginu sem við leggjum í seinni hálfleikinn.“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflvíkur, eftir 1-0 sigur gegn ÍR.
Lestu um leikinn: ÍR 0 - 1 Keflavík
Er hægt að segja að Keflavíkurliðið sé komið í gang núna?
„Þetta er í fyrsta skipti sem við tengjum saman sigra. Við ætlum okkur að vinna Aftureldingu næst sem verður bara erfiður útileikur. Það væri gaman ef við myndum ná að tengja saman þrjá sigra.“
Gunnlaugur Fannar fær rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir að taka olnbogaskot í Bergvin Fannar, sóknarmann ÍR.
„Ég sá ekki hvað gerðist en ég sá ekki hvað gerðist en ég er búinn að tala við Gulla og hann sagði að þetta hafi verið klárt rautt spjald. Hann sér eftir því og er búinn að biðja liðsfélaga sína afsökunar.“
Hvað gefur þessi sigur Keflvíkingum?
„Hann gefur okkur það að við erum komnir aftur í pakkann. Við hefðum misst ÍR 7 stigum fram fyrir okkur ef þeir hefðu unnið í dag. Þannig við nálgumst aðeins pakkann.“
Haraldur bætir svo við að Keflavík gæti styrkt sig um einn til tvo leikmenn í viðbót í glugganum.
Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.