Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   fim 18. júlí 2024 22:25
Sölvi Haraldsson
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er bara hrikalega ánægður með sigurinn. Við byrjum leikinn mjög vel og komumst 1-0 yfir. Síðan missum við mann af velli en við náum að harka þetta út í seinni hálfleik. Hrikalega stoltur af framlaginu sem við leggjum í seinni hálfleikinn.“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflvíkur, eftir 1-0 sigur gegn ÍR.


Lestu um leikinn: ÍR 0 -  1 Keflavík

Er hægt að segja að Keflavíkurliðið sé komið í gang núna?

Þetta er í fyrsta skipti sem við tengjum saman sigra. Við ætlum okkur að vinna Aftureldingu næst sem verður bara erfiður útileikur. Það væri gaman ef við myndum ná að tengja saman þrjá sigra.“

Gunnlaugur Fannar fær rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir að taka olnbogaskot í Bergvin Fannar, sóknarmann ÍR.

„Ég sá ekki hvað gerðist en ég sá ekki hvað gerðist en ég er búinn að tala við Gulla og hann sagði að þetta hafi verið klárt rautt spjald. Hann sér eftir því og er búinn að biðja liðsfélaga sína afsökunar.

Hvað gefur þessi sigur Keflvíkingum?

Hann gefur okkur það að við erum komnir aftur í pakkann. Við hefðum misst ÍR 7 stigum fram fyrir okkur ef þeir hefðu unnið í dag. Þannig við nálgumst aðeins pakkann.

Haraldur bætir svo við að Keflavík gæti styrkt sig um einn til tvo leikmenn í viðbót í glugganum.

Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner