Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason lék sinn fyrsta leik með Panathinaikos í kvöld er liðið lagði ísraelska liðið Netanya að velli, 1-0, á Apostolos Nikolaidis-leikvanginum í Aþenu.
Panathinaikos keypti Sverri frá Midtjylland á mánudag og var hann í hóp í fyrsta sinn í kvöld.
Hann kom inn af bekknum í síðari hálfleik og gerði vel.
Hörður Björgvin Magnússon var ekki með Panathinaikos en hann er að snúa til baka eftir krossbandsslit. Hann verður líklegast orðinn leikfær í næstu viku.
Panathinaikos mætir Botev Plovdiv í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar þann 25. júlí.
Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn af bekknum í síðari hálfleik er Ajax vann lærisveina Milosar Milojevic í Al-Wasl, 2-1, í æfingaleik.
???????????? ? ?????? ?????????? ??? ???????????? ?????? ???? ??????? ???????. #Paofc #Panathinaikos #Preseason24_25 pic.twitter.com/yzJ1Wktt8B
— Panathinaikos F.C. (@paofc_) July 18, 2024
Athugasemdir