Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir spilaði sinn fyrsta leik með Panathinaikos - Kristian hafði betur gegn Milosi
Sverrir Ingi þreytti frumraun sína með Panathinaikos
Sverrir Ingi þreytti frumraun sína með Panathinaikos
Mynd: Panathinaikos
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason lék sinn fyrsta leik með Panathinaikos í kvöld er liðið lagði ísraelska liðið Netanya að velli, 1-0, á Apostolos Nikolaidis-leikvanginum í Aþenu.

Panathinaikos keypti Sverri frá Midtjylland á mánudag og var hann í hóp í fyrsta sinn í kvöld.

Hann kom inn af bekknum í síðari hálfleik og gerði vel.

Hörður Björgvin Magnússon var ekki með Panathinaikos en hann er að snúa til baka eftir krossbandsslit. Hann verður líklegast orðinn leikfær í næstu viku.

Panathinaikos mætir Botev Plovdiv í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar þann 25. júlí.

Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn af bekknum í síðari hálfleik er Ajax vann lærisveina Milosar Milojevic í Al-Wasl, 2-1, í æfingaleik.


Athugasemdir
banner
banner