Sænski miðillinn Footbolldirekt birti í dag færslu á Instagram þar sem opinberað var val á liði fyrri hlutans í sænsku deildinni.
Tvær íslenskar landsliðskonur eru í liðinu en það eru þær Katla Tryggvadóttir og Guðrún Arnardóttir.
Um er að ræða lið fyrstu fimmtán umferðanna en nú er sumarfrí á deildinni og svo verða síðustu ellefu umferðirnar leiknar.
Guðrún er leikmaður toppliðs Rosengård sem er með fullt hús stiga. Hún hefur átt frábært tímabil til þessa, skorað tvö mörk og hefur vakið athygli hjá félögum í stærri deildum í Evrópu. Alls eru fjórar úr liði Rosengård í úrvalsliðinu.
Tvær íslenskar landsliðskonur eru í liðinu en það eru þær Katla Tryggvadóttir og Guðrún Arnardóttir.
Um er að ræða lið fyrstu fimmtán umferðanna en nú er sumarfrí á deildinni og svo verða síðustu ellefu umferðirnar leiknar.
Guðrún er leikmaður toppliðs Rosengård sem er með fullt hús stiga. Hún hefur átt frábært tímabil til þessa, skorað tvö mörk og hefur vakið athygli hjá félögum í stærri deildum í Evrópu. Alls eru fjórar úr liði Rosengård í úrvalsliðinu.
Katla er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og hefur hún komið virkilega vel inn í hlutina hjá Kristianstad. Hún er 19 ára og hefur skorað fimm mörk í þrettán leikjum. Hún hefur einnig lagt nokkur upp.
Guðrún kom við sögu í báðum landsleikjunum í nýliðnu landsliðsverkefni og Katla kom inn á gegn Póllandi sem var hennar fyrsti landsleikur.
Stöðuna í deildinni má sjá hér neðst.
16.07.2024 21:47
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
10.07.2024 15:51
Útskýrir magnaðan viðsnúning í félagsliðinu - „Við tókum okkur til í febrúar"
12.07.2024 13:30
„Hún á svo sannarlega skilið að vera hérna"
Stöðutaflan
Svíþjóð
Allsvenskan - konur
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Rosengard W | 24 | 23 | 0 | 1 | 92 | 9 | +83 | 69 |
2 | Hacken W | 24 | 18 | 4 | 2 | 59 | 16 | +43 | 58 |
3 | Hammarby W | 24 | 18 | 1 | 5 | 60 | 13 | +47 | 55 |
4 | Kristianstads W | 24 | 14 | 4 | 6 | 44 | 29 | +15 | 46 |
5 | Norrkoping W | 24 | 11 | 5 | 8 | 30 | 30 | 0 | 38 |
6 | Djurgarden W | 24 | 8 | 7 | 9 | 33 | 32 | +1 | 31 |
7 | Pitea W | 24 | 8 | 6 | 10 | 23 | 28 | -5 | 30 |
8 | Vittsjo W | 24 | 7 | 6 | 11 | 22 | 36 | -14 | 27 |
9 | Vaxjo W | 24 | 7 | 6 | 11 | 24 | 44 | -20 | 27 |
10 | Linkoping W | 24 | 7 | 5 | 12 | 29 | 45 | -16 | 26 |
11 | Brommapojkarna W | 24 | 6 | 6 | 12 | 29 | 46 | -17 | 24 |
12 | AIK W | 24 | 5 | 5 | 14 | 29 | 52 | -23 | 20 |
13 | KIF Orebro W | 24 | 5 | 4 | 15 | 18 | 37 | -19 | 19 |
14 | Trelleborg W | 24 | 0 | 3 | 21 | 12 | 87 | -75 | 3 |
Athugasemdir