Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 10. júlí 2024 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Útskýrir magnaðan viðsnúning í félagsliðinu - „Við tókum okkur til í febrúar"
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún á æfingu.
Guðrún á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún er einn besti varnarmaðurinn í Svíþjóð.
Guðrún er einn besti varnarmaðurinn í Svíþjóð.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta leggst mjög vel í mig. Við erum spenntar fyrir þessu. Þetta eru mikilvægir leikir til að ná okkar markmiði að komast beint á EM," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Guðrún var frábær í síðasta leik þegar Ísland vann mikilvægan sigur á Austurríki á Laugardalsvelli. Sá sigur kom liðinu í góða stöðu í riðlinum fyrir tvo síðustu leikina. Guðrún fékk nýtt gælunafn hjá liðsfélögum sínum í landsliðinu eftir að hún átti frábæran sprett í leiknum.

„Maður fékk eitthvað egótripp í leiknum sem var gaman og svoleiðis, en mér fannst við líka höndla leikinn mjög vel. Það voru ógeðslega erfiðar aðstæður en mér fannst við áberandi betri í að höndla aðstæðurnar. Maður fær góða tilfinningu út frá því að jafnvel á móti vindi vorum við að skora og halda þeim frá okkur. Tilfinningin var mjög jákvæð eftir síðasta glugga."

Guðrún er ánægð með nýja gælunafnið. „Ég tek því. Það er ekki oft sem mér er líkt við einhvern sem er með mikla tækni eða svoleiðis. Við tökum því á meðan það endist," sagði varnarmaðurinn öflugi og hló.

Ótrúlegur viðsnúningur
Guðrún er á mála hjá Rosengård í Svíþjóð en tímabilið þar hefur verið ótrúlegt. Eftir að hafa valdið vonbrigðum á síðasta ári og endað í sjöunda sæti, þá er liðið núna á toppnum í Svíþjóð með 15 sigurleiki úr 15 leikjum. Rosengård hefur skorað 69 mörk og aðeins fengið á sig fjögur, en Guðrún hefur verið mögnuð í vörn liðsins.

Það fór einhvern allt úrskeiðis hjá Rosengård í fyrra og það vantaði hungrið, en í ár hefur gjörsamlega allt gengið upp.

Hvernig er hægt að útskýra þetta?

„Þetta er ógeðslega gaman og allt rúllar svo vel. Eftir vonbrigðatímabil í fyrra þar sem allt var erfitt og tók vel á, þá er ótrúlega gott að við séum komnar á beinu brautina. Það er stanslaust stuð og góð stemning," segir Guðrún.

„Hópurinn er nánast sá sami en við tókum okkur til í febrúar þegar við komum aftur saman eftir smá pásu. Þá tókum við meðvitaða ákvörðun um að við þyrftum að hækka standardinn á æfingum og ákefðina. Þetta var sameiginleg ákvörðun hjá öllum innan liðsins að hækka standardinn almennt séð. Það hefur munað svo miklu að æfingarnar eru stundum erfiðari en leikir. Svoleiðis á það að vera. Ég held að það sé að skila okkur."

„Ég held að það sé munurinn. Eins lítið og það er, þá munar það miklu. Þegar það gengur vel, þá er lífið auðveldara og allt skemmtilegra," sagði Guðrún.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner