Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 18. ágúst 2019 20:59
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns um rauða spjaldið: Fannst refsingin hörð
Óli var að vonum sáttur með sigurinn.
Óli var að vonum sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Sigurmark FH kom á 90. mínútu leiksins.

„Tilfinningin var geggjuð að sjá boltann í netinu. Það var búið að vera helvíti erfitt að brjóta þá niður, sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst Fylkir byrja betur og við svolítið passívir. Við náðum tökum á leiknum og sigldum inní seinni hálfleikinn þéttari og fastir fyrir og ég hafði áhyggjur að þetta væri svona stöngin út leikur en Brandur gerir frábærlega í báðum mörkunum." sagði Óli eftir leik en Brandur Olsen skoraði bæði mörk FH í leiknum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Fylkir

Eins og Óli kom inná byrjuðu Fylkismenn leikinn betur og virkuðu FH-ingar bragðdaufir fyrstu 35 mínútur leiksins. Óli segir þreytu spila þar inní en FH lék bikarleik gegn KR í vikunni.

„Þetta er búið að vera mjög erfið vika. Valur á sunnudaginn og KR í bikarnum í vikunni. Það eru margir laskaðir og spiluðu seiglunni. Það var vitað fyrir þennan leik að Helgi myndi setja Fylkisliðið upp mjög vel og það var hætta á því að leikurinn yrði slow-motion."

Það myndaðist mikill hiti undir lok leiksins þegar að Morten Beck Guldsmed steig á andlit Ólafs Inga og uppskar rautt spjald fyrir vikið.

„Það er einhver þæfingur og klafs og hann (Morten Beck) reynir að stíga útfyrir. Ég sá ekki hvap gerist en Óli varð mjög reiður. Báðir eru þeir drengir góðir og ég held að Óli hafi ekki verið að skálda eitthvað og ekki að Morten ekki að reyna að fara í hann. Það var hasar og mér fannst refsingin hörð." sagði Óli um atvikið.

FH-ingar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og var svar Óla stutt þegar að fréttamaður spurði hvort eitthvað gæti stoppað þá þessa stundina.

„Já við sjálfir." sagði Óli en nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner