Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   sun 18. ágúst 2019 20:59
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns um rauða spjaldið: Fannst refsingin hörð
Óli var að vonum sáttur með sigurinn.
Óli var að vonum sáttur með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Sigurmark FH kom á 90. mínútu leiksins.

„Tilfinningin var geggjuð að sjá boltann í netinu. Það var búið að vera helvíti erfitt að brjóta þá niður, sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst Fylkir byrja betur og við svolítið passívir. Við náðum tökum á leiknum og sigldum inní seinni hálfleikinn þéttari og fastir fyrir og ég hafði áhyggjur að þetta væri svona stöngin út leikur en Brandur gerir frábærlega í báðum mörkunum." sagði Óli eftir leik en Brandur Olsen skoraði bæði mörk FH í leiknum.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Fylkir

Eins og Óli kom inná byrjuðu Fylkismenn leikinn betur og virkuðu FH-ingar bragðdaufir fyrstu 35 mínútur leiksins. Óli segir þreytu spila þar inní en FH lék bikarleik gegn KR í vikunni.

„Þetta er búið að vera mjög erfið vika. Valur á sunnudaginn og KR í bikarnum í vikunni. Það eru margir laskaðir og spiluðu seiglunni. Það var vitað fyrir þennan leik að Helgi myndi setja Fylkisliðið upp mjög vel og það var hætta á því að leikurinn yrði slow-motion."

Það myndaðist mikill hiti undir lok leiksins þegar að Morten Beck Guldsmed steig á andlit Ólafs Inga og uppskar rautt spjald fyrir vikið.

„Það er einhver þæfingur og klafs og hann (Morten Beck) reynir að stíga útfyrir. Ég sá ekki hvap gerist en Óli varð mjög reiður. Báðir eru þeir drengir góðir og ég held að Óli hafi ekki verið að skálda eitthvað og ekki að Morten ekki að reyna að fara í hann. Það var hasar og mér fannst refsingin hörð." sagði Óli um atvikið.

FH-ingar hafa nú unnið fjóra leiki í röð í deild og bikar og var svar Óla stutt þegar að fréttamaður spurði hvort eitthvað gæti stoppað þá þessa stundina.

„Já við sjálfir." sagði Óli en nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner