Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 18. ágúst 2022 16:48
Elvar Geir Magnússon
Fimm leikja bann Arnars stendur - Líka ógnandi við aðstoðardómara
Fimm leikja bann Arnars stendur óhaggað eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafnaði áfrýjun Akureyrarfélagsins.
Fimm leikja bann Arnars stendur óhaggað eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafnaði áfrýjun Akureyrarfélagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar missti stjórn á skapi sínu og var ekki runnin reiðin daginn eftir.
Arnar missti stjórn á skapi sínu og var ekki runnin reiðin daginn eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikja bannið sem Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var dæmdur í af aganefnd KSÍ stendur óhaggað. KA áfrýjaði niðurstöðunni en áfrýjunardómstóll KSÍ staðfestir refsingu Arnars.

Arnar fékk sjálfkrafa tveggja leikja bann þar sem þetta var hans annað rauða spjald í sumar. Hann fékk svo þrjá aukaleiki fyrir hegðun sína í garð dómara leiksins.

Arnar missti stjórn á skapi sínu beindi reiði sinni að fjórða dómara leiksins, Sveini Arnarssyni, eftir rauða spjaldið. Morguninn eftir leikinn hitti Arnar svo Svein, sem er búsettur á Akureyri, í KA-heimilinu. Arnari var ekki runnin reiðin og rak hann úr húsinu en Sveinn var mættur til að fylgja syni sínum á fótboltaæfingu. Skilað var inn viðbótarskýrslu vegna þess.

„Ég náði mér því næst í kaffibolla. Þjálfari karlaliðs meistaraflokks, Arnar Grétarsson, verður þess var og spyr hvað ég sé eiginlega að gera þarna og hvernig ég vogi mér að mæta á þennan stað, tjáði mér með offorsi að hann vildi mig í burtu af svæðinu. Síðan upphélt hann sama móðgandi og særandi orðbragðið í minn garð vegna leiksins deginum áður og stóð sá flaumur í um eina mínútu. Orðaval af þessu tagi fannst mér særandi og hegðun ógnandi þar sem hann gekk mjög nálægt mér," segir Sveinn í skýrslu sinni sem er opinberuð í dómi áfrýjunardómstólsins.

Framkoma sem KA vill ekki vera þekkt fyrir
Eftir skýrslu dómara fékk KA tækifæri á að koma fram athugasemdum og framkvæmdastjórinn Sævar Pétursson svaraði:

„Eina sem KSÍ og dómarateymið fær frá KA í þessu máli er afsökunarbeiðni. Ég er búinn að ræða við Svein í tvígang og biðjast afsökunar fyrir hönd félagsins. Þessi framkoma er ekki eitthvað sem við viljum vera þekkt fyrir og biðjum auðmjúkir afsökunar fyrir hönd félagsins. Ég er búinn að ræða þetta við þjálfarann og hans teymi og reyni að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur. Menn mega hafa keppnisskap en þetta var skot langt yfir markið og erum við meðvituð um það og tökum á þessu máli innan hús hjá okkur," skrifaði Sævar.

Ógnandi hegðun gagnvart aðstoðardómara
Fjallað hefur verið um hegðun Arnars gagnvart fjórða dómaranum en í skýrslu dómara kemur einnig fram að hann hafi farið yfir strikið í framkomu við fleiri í teyminu:

„Þegar hann gekk framhjá aðstoðardómara eitt notaði hann særandi og móðgandi orðbragð gagnvart honum og dómarateyminu í heild sinni," segir í skýrslunni. „Þegar þjálfari KA tók í höndina á aðstoðardómara eitt þá sýndi hann af sér ógnandi hegðun gagnvart honum. Þjálfarinn hélt áfram að nota særandi og móðgandi orðbragð gagnvart 4ða dómara leiksins þegar dómarar leiksins gengu af velli."

Aganefndin hefur heimild til að úrskurða um önnur mál
KA, sem fékk einnig 100 þúsund króna sekt vegna hegðunar Arnars, áfrýjaði dómnum og vildi að hann sæti ekki lengra banni en tvo leiki.

„Í fyrsta lagi verður þannig ekki séð að dómari hafi heimild til að skila sérstakri viðbótarskýrslu um atvik í daglegu lífi, utan þess kappleiks sem hann gengdi stöðu dómara í," segir í áfrýjun KA sem taldi að aganefnd gæti ekki skipt sér af því sem gerðist í félagsheimilinu daginn eftir leikinn.

Áfrýjunardómstóllinn tekur ekki undir það og svarar í dómi sínum að aganefndin hafi „heimild til að úrskurða um önnur mál sem nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi, enda fjalli ekki aðrir um þau, skv. grein 5.2. Þykir dómnum því skýr heimild liggja fyrir aga- og úrskurðarnefnd að úrskurða um önnur mál, svo fremi sem þau séu vegna knattspyrnuleikja enda fjalli ekki aðrir um þau."

Áfrýjunardómstóllinn staðfestir því úrskurður aganefndarinnar. Arnar hefur þegar afplánað einn leik af þeim fimm sem hann var dæmdur í bann.

Hér má sjá dóminn í heild sinni

Sjá einnig:
Arnar segist hafa „hagað sé gríðarlega illa“
Sveinn með yfirlýsingu: Alrangt að ég hafi verið að strá salti í sár
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner