Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 18. ágúst 2022 22:47
Kjartan Leifur Sigurðsson
Gunnar Heiðar: Vanvirðing við okkar vinnu
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar
Gunnar Heiðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi frammistaða var fyrir neðan allar hellur. Þetta var vanvirðing fyrir þá vinnu sem við höfum lagt inn seinustu tvo mánuði. Það hefur verið góður stígandi í okkur. Kórdrengir voru ákveðnari og vildu þetta meira. Ef þú mætir ekki til leiks í þessari deild þá er þér refsað.” Segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Vestra eftir 4-0 tap gegn Kórdrengjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  0 Vestri

„Ég veit ekki hvort þetta var andleysi. Við getum allavega alls ekki talað um vanmat. Þetta var meira það að við lögðum okkur ekki fram til að klára þetta”

Gengi Ísfirðinga hefur verið mjög upp og niður í sumar og stöðugleikinn ekki verið mikill.

„Það var í byrjun tímabils fannst mér. Það hefur verið mikið rót á þessu öllu saman hjá okkur. Við höfum reynt að finna okkar takt en seinustu tvo mánuði höfum við verið frábærir og góður stígandi í okkur. Hérna lendum við hinsvegar aftur í þeim pakka sem við vorum í í byrjun móts. Það er fyrir neðan allar hellur.”

Næsti leikur Vestra er heimaleikur gegn Fjölni.

„Ég þekki það sjálfur sem leikmaður að þegar maður drullar svona í brækurnar þá vill maður spila sem fyrst aftur til að réttlæta það að maður sé góður leikmaður. Ég ætla rétt að vona að mínir menn mæta í þann leik eins og á að gera”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir