
„Þessi frammistaða var fyrir neðan allar hellur. Þetta var vanvirðing fyrir þá vinnu sem við höfum lagt inn seinustu tvo mánuði. Það hefur verið góður stígandi í okkur. Kórdrengir voru ákveðnari og vildu þetta meira. Ef þú mætir ekki til leiks í þessari deild þá er þér refsað.” Segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Vestra eftir 4-0 tap gegn Kórdrengjum í kvöld.
Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 - 0 Vestri
„Ég veit ekki hvort þetta var andleysi. Við getum allavega alls ekki talað um vanmat. Þetta var meira það að við lögðum okkur ekki fram til að klára þetta”
Gengi Ísfirðinga hefur verið mjög upp og niður í sumar og stöðugleikinn ekki verið mikill.
„Það var í byrjun tímabils fannst mér. Það hefur verið mikið rót á þessu öllu saman hjá okkur. Við höfum reynt að finna okkar takt en seinustu tvo mánuði höfum við verið frábærir og góður stígandi í okkur. Hérna lendum við hinsvegar aftur í þeim pakka sem við vorum í í byrjun móts. Það er fyrir neðan allar hellur.”
Næsti leikur Vestra er heimaleikur gegn Fjölni.
„Ég þekki það sjálfur sem leikmaður að þegar maður drullar svona í brækurnar þá vill maður spila sem fyrst aftur til að réttlæta það að maður sé góður leikmaður. Ég ætla rétt að vona að mínir menn mæta í þann leik eins og á að gera”
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir