Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 18. ágúst 2022 22:47
Kjartan Leifur Sigurðsson
Gunnar Heiðar: Vanvirðing við okkar vinnu
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar
Gunnar Heiðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi frammistaða var fyrir neðan allar hellur. Þetta var vanvirðing fyrir þá vinnu sem við höfum lagt inn seinustu tvo mánuði. Það hefur verið góður stígandi í okkur. Kórdrengir voru ákveðnari og vildu þetta meira. Ef þú mætir ekki til leiks í þessari deild þá er þér refsað.” Segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Vestra eftir 4-0 tap gegn Kórdrengjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  0 Vestri

„Ég veit ekki hvort þetta var andleysi. Við getum allavega alls ekki talað um vanmat. Þetta var meira það að við lögðum okkur ekki fram til að klára þetta”

Gengi Ísfirðinga hefur verið mjög upp og niður í sumar og stöðugleikinn ekki verið mikill.

„Það var í byrjun tímabils fannst mér. Það hefur verið mikið rót á þessu öllu saman hjá okkur. Við höfum reynt að finna okkar takt en seinustu tvo mánuði höfum við verið frábærir og góður stígandi í okkur. Hérna lendum við hinsvegar aftur í þeim pakka sem við vorum í í byrjun móts. Það er fyrir neðan allar hellur.”

Næsti leikur Vestra er heimaleikur gegn Fjölni.

„Ég þekki það sjálfur sem leikmaður að þegar maður drullar svona í brækurnar þá vill maður spila sem fyrst aftur til að réttlæta það að maður sé góður leikmaður. Ég ætla rétt að vona að mínir menn mæta í þann leik eins og á að gera”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner