Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 18. ágúst 2022 22:47
Kjartan Leifur Sigurðsson
Gunnar Heiðar: Vanvirðing við okkar vinnu
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar
Gunnar Heiðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi frammistaða var fyrir neðan allar hellur. Þetta var vanvirðing fyrir þá vinnu sem við höfum lagt inn seinustu tvo mánuði. Það hefur verið góður stígandi í okkur. Kórdrengir voru ákveðnari og vildu þetta meira. Ef þú mætir ekki til leiks í þessari deild þá er þér refsað.” Segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Vestra eftir 4-0 tap gegn Kórdrengjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 -  0 Vestri

„Ég veit ekki hvort þetta var andleysi. Við getum allavega alls ekki talað um vanmat. Þetta var meira það að við lögðum okkur ekki fram til að klára þetta”

Gengi Ísfirðinga hefur verið mjög upp og niður í sumar og stöðugleikinn ekki verið mikill.

„Það var í byrjun tímabils fannst mér. Það hefur verið mikið rót á þessu öllu saman hjá okkur. Við höfum reynt að finna okkar takt en seinustu tvo mánuði höfum við verið frábærir og góður stígandi í okkur. Hérna lendum við hinsvegar aftur í þeim pakka sem við vorum í í byrjun móts. Það er fyrir neðan allar hellur.”

Næsti leikur Vestra er heimaleikur gegn Fjölni.

„Ég þekki það sjálfur sem leikmaður að þegar maður drullar svona í brækurnar þá vill maður spila sem fyrst aftur til að réttlæta það að maður sé góður leikmaður. Ég ætla rétt að vona að mínir menn mæta í þann leik eins og á að gera”

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner