fim 18. ágúst 2022 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggur til að Bayern muni byrja alla leiki 1-0 undir
Bayern er líklegt til þess að vinna þýsku úrvalsdeildina ellefta árið í röð.
Bayern er líklegt til þess að vinna þýsku úrvalsdeildina ellefta árið í röð.
Mynd: EPA
Michael Cox skrifaði áhugaverða grein fyrir The Athletic í gær þar sem hann fjallaði yfirburði Bayern München.

Bayern er stórveldi í þýska boltanum en félaginu hefur núna tekist að vinna deildina tíu ár í röð.

„Sem raunverulega samkeppnishæf fótboltakeppni, þá er Bundesligan dauð," skrifar Cox og ritar jafnframt að það sé vanalega ráðið fyrir páska að Bayern muni vinna deildina.

Hann leggur til að breytingar verði gerðar á deildinni sem virki þannig að andstæðingar Bayern muni byrja alla leiki gegn þeim með 1-0 forskot.

Cox færir fram sönnunargögn fyrir því að það hefði gert deildina mun skemmtilegri á síðustu árum.

Með því að smella hérna er hægt að lesa greinina en þetta er svo sannarlega áhugaverð pæling.
Athugasemdir
banner
banner
banner